fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Að þekkja muninn á hávaða og hljóði

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 5. desember 2022 14:30

Eyjólfur Jóhannsson, poppari og vörustjóri Sony á Íslandi segir miklu máli skipta að þekkja muni á hávaða og hljóði. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri Sony á Íslandi, veit sínu viti um góðan hljóm enda er hann stofnandi og gítarleikari hljómsveita eins og Tappa Tíkarass og SSSól. Eyjólfur er einn af þeim sem þekkir muninn á hávaða eða hljóði, líkt og Stuðmenn sungu hér um árið. Hann hefur sterkar skoðanir á því hvernig hljóð á að berast til hlustanda, eins og vonast er af þeim sem semja lagið.

„Þegar tónlistarmenn taka upp og framleiða tónlist, eyða þeir miklum tíma í að ná fram hinum eina sanna tón og þá skiptir miklu máli að hljómtækin sem eru notuð við hlustun skili tónunum réttum og án þess að draga úr tónunum eða búa til aukahljóð. Þetta getur stundum verið veikleiki hjá framleiðendum á hljómtækjum,“ segir Eyjólfur.

Framleiða hljóminn líkt og listamaðurinn ætlast til

Eyjólfur hefur unnið með Sony vörumerkið síðan 2006 og hefur þar af leiðandi fylgst vel með þróun á heyrnartólum á þeim tíma. Eyjólfur segir að það skipti miklu máli að þrátt fyrir að heyrnartólin notist við „bluetooth“ tækni og séu þráðlaus að sá möguleiki sé samt alltaf fyrir hendi að hægt sé að nota snúru og stinga í samband á hefðbundinn hátt með að nota snúru „Að mínu mati er það besta leiðin til að koma hljóðinu til hlustandans, þó að „bluetooth“ sé þægileg leið þá getur sú tækni ekki borið allar þær upplýsingar sem að snúra gerir.“

Góð heyrnartól eru ómissandi fyrir marga hvort sem það er í einkalífinu eða vinnunni og er Eyjólfur þar ekki undanskilinn. „Í starfi mínu sem vörustjóri þar sem ég ferðast frekar mikið þá finnst mér frábært að geta farið í bíl eða flugvél og stillt á hávaða dempun (noise cancel) og hlustað á uppáhalds tónlistina mína. Sem tónlistarmaður skiptir það mig öllu máli að tækin sem ég nota þar á meðal heyrnartólin gefi mér raunsæja mynd á því hvernig lögin hljóma í raun og veru,“ segir Eyjólfur en hann er afar ánægður með nýjustu kynslóð Sony af heyrnartólum, 1000 XM5, sem voru kynnt á haustmánuðum 2022 og fengu umsvifalaust mjög góða dóma fyrir hljómgæði og hávaða dempun (noise cancel).

Bestu lögin til að prófa gæðin

Sum lög eru betri en önnur til að prófa gæði heyrnartóla og tók Eyjólfur saman fimm lög sem eru tilvalin í það verkefni:

Beck – The Golden Age

Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck er endalaus uppspretta hljómgæða.

Joni Mitchell – Both Sides Now

Alltaf stórkostleg og þessi klassík hljómar alltaf vel.

Cecilia Bartoli – Rinaldo, HWW 7a: Lascia ch‘op pianga

Sú sem heldur uppi heiðri barroksins.

Frank Ocean – Super Rich Kids

Einn vinsælasti tónlistarmaðurinn samtímans með stórkostlega tóna.

Keith Richards – Make No Mistakes

Breska goðsögnin og ekki orð um það meir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“