fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
FókusMatur

Leifur Welding sviptir hulunni af leyndardómum Pósthússins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. desember 2022 15:00

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Leif Welding í nýjustu mathöllina Pósthúsið Foodhall. Leifur sviptir hulunni af leyndardómum þessa reislulega húss og býður Sjöfn í ævintýralega matarupplifun í Pósthúsinu. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar nýjustu mathöllina sem ber svo sannarlega nafn með rentu, Pósthúsið Foodhall , sem opnaði með pomp og prakt í nóvember síðastliðnum. Höllin er staðsett í sögufrægu húsi við Pósthússtræti 5 á einu frægasta horni miðborgarinnar og er einstaklega falleg þar sem glæsileikinn og hlýleikinn fara vel saman.

Pósthúsið Foodhall stendur á einu frægasta horni miðborgarinnar, Pósthússtræti 5 í þessu reislega og glæsilega húsi. MYND/SIGTRYGGUR ARI.

Mathöllin er hönnuð af Leifi Welding sem er einnig einn af eigendum en meðeigendur hans eru Hermann Svendsen, Ingvar Svendsen og Þórður Axel Þórisson en Þórður er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Sjöfn hittir Leif sem sviptir hulunni af leyndardómum Pósthússins og býður Sjöfn í ævintýra- og matarupplifunnarferð í mathöllinni.

„Við vildum fá til liðs við okkur fremsta fagfólk í veitingageiranum til þess að skapa hágæða veitingastaði, og það hefur svo sannarlega gengið eftir. Við vorum það heppnir að það komust mun færri að en vildu þar sem þeir aðilar sem við kynntum konseptið fyrir höfðu tröllatrú á okkar hugmyndafræði,“ segir Leifur og bætir við að viðtökurnar hafi verið hreint út sagt frábærar og veitingastaðirnir blómstri og höllinni iði af mannlífi og einstakri matarflóru sem hafi slegið í gegn síðustu vikur.

Staðirnir í mathöllinni eru níu talsins, átta veitingastaðir og einn bar og bjóða upp á fjölbreytt úrval sælkera kræsinga og drykkja þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal þeirra sem hafa opnað í stað í Pósthúsinu er hinn landsfrægi matreiðslumaður, Siggi Hall sem er annálaður fyrir sína ítölsku matargerð, Yesmini Olsson matgæðingur með meiru sem býður upp á matargerð fléttaða frá nokkrum löndum, Haukur hjá Yuzu sem allir þekkja vel, síðan er það Pizza Popolare sem býður upp á Napólí pizzur eins og þær gerast bestar, þunnir botnar, flöffí kantar og með sérinnflutt ítölsk hráefni.

 

Meira um nýjustu mathöllina, Pósthúsið, í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld fyrst klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot í þætti kvöldsins hér:

Matur og heimil stikla 27. desember 2022
play-sharp-fill

Matur og heimil stikla 27. desember 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Hide picture