fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fókus

Jólamatur landans í gegnum tíðina – Ekki gátu allir bændur séð af heilli kind og hvað var þá til ráða?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 24. desember 2022 16:00

Það er öllu meira á borðum í dag en á öldum áður. Samsett mynd/Þjóðmynjafnið/Gety

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólahátíðin hefur löngum verið mikil matarhátíð þar sem menn belgja sig út af góðum mat og hefur kjötneysla verið sérstaklega áberandi hér á landi á þessum árstíma. 

Í seinni tíð hefur það reyndar þróast svo að það er ekki aðeins um hátíðina sjálfa sem mikið er borðað heldur byrjar átið jafnvel strax á aðventunni. 

Þá fer fólk að leggja leið sína á jólahlaðborð þar sem hægt er að borða nægju sína af alls kyns dýrindis krásum.

Hefðbundinn jólamatur íslenskrar fjölskyldu á fyrri hluta síðustu aldar. Mynd/Þjóðminjasafnið

Margir taka einnig upp á því að baka margar sortir af smákökum fyrir jólin og skera jafnvel út laufabrauð. Á mörgum heimilum er nartað í jólabaksturinn á aðventunni þó að sumir vilji sjálfsagt geyma krásirnar til jólanna. 

Hér áður fyrr voru síðustu vikurnar fyrir jól kallaðar jólafasta vegna þess að í kaþólskum sið var fastað á þessum tíma og kjöt ekki borðað. Þetta orðalag hélst lengi fram eftir öldum þó að ekki væri lengur fastað í eiginlegum skilningi þess orðs.

 Í dag á þetta orð þó tæpast við þar sem aðventunni fylgir yfirleitt meira át en gengur og gerist. Það er samt áhugavert að sjá að einn er sá siður sem tíðkast hér á landi sem gæti flokkast sem nokkurs konar leifar af þessari kaþólsku föstuhefð og það er að á Þorláksmessu, þann 23. desember, er það siður margra að borða svokallaða Þorláksmessuskötu.

Jólaborðhald

Löng hefð er fyrir því hér á landi að vel sé gert við menn í mat og drykk um jólin. Heimildir eru til sem benda til þess að á þjóðveldisöld hafi það þótt brýnasta nauðsyn að menn fengju nýtt kjöt um jólin.

Lengi fram eftir öldum slátruðu þeir bændur sem efni höfðu á vænni kind fyrir jólin svo heimilisfólkið gæti fengið nýslátrað kjöt í jólamatinn.

Hins vegar fór þetta allt eftir efnahag bændanna og ekki gátu allir séð af heilli kind um jólaleytið. Þá var brugðið á það ráð að bjóða upp á næstbesta kostinn sem var reyktur matur á borð við hangikjöt sem síðar varð einn vinsælasti jólamatur landsins og mörgum þykir enn í dag ómissandi um jólin.

Það er öllu meira í boði í dag en fyrr á tímum þegar að jólamat kemur. Mynd/Getty

Langt fram á 20. öldina var það einnig bara á jólunum sem hægt var að fá ávexti þar sem þeir voru innfluttir og komu til landsins um jólaleytið. Enn eru margir sem minnast þess að hafa fengið epli eða appelsínur um jólin og þótt algert lostæti.

Með árunum hafa málin þróast í þá átt að nú er hægt að nálgast nánast hvaða matartegund sem er á hvaða árstíma sem er og er því ekki nema eðlilegt að menn hafi það í jólamatinn sem þeim finnst best. Algengt hefur verið að rjúpur, hamborgarahryggur, lambalæri eða kalkúnn hafi verið á borðum landsmanna um jólin en ekki er til neinn tæmandi listi yfir það hvað Íslendingar borða um jólin þar sem úrvalið er svo mikið og smekkur manna misjafn.

Textinn er birtur með með góðfúslegu leyfi Þjóðminjasafnsins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Í gær

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Í gær

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Tölurnar sýna að húmor virkar“

„Tölurnar sýna að húmor virkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“