Fjögur börn og ungmenni á aldrinum 13 til 21 árs voru ábyrg fyrir dauða Geraldine Davidson, 84 ára gamallar konu sem myrt var á heimili sínu árið 2000. Atburðurinn átti sér stað í bænum Palestine í Anderson-sýslu í Texas.
Frú Geraldine var hvers manns hugljúfi. Hún var fyrrverandi kennari og var afar vel liðin í heimabænum. Geraldine var fullkomlega grunlaus um að ungmennin fjögur höfðu fylgst með henni í töluverðan tíma í því skyni að fara ránshendi um heimili hennar þar sem þau töldu mikil verðmæti vera að finna. Með því að fylgjast grannt með ferðum gömlu konunnar töldu ræningjarnir sig hafa tryggt að þau gætu athafnað sig í friði á heimili hennar og tæmt það af verðmætum.
Því miður kom Geraldine óvænt heim á meðan ráninu stóð og hræðilegur harmleikur var í vændum.
Þetta óhugnanlega mál er viðfangsefni í nýju íslensku hlaðvarpi sem ber heitið Blóðbönd og er helgað sakamálum.
Þátturinn er í spilaranum hér fyrir neðan: