fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fókus

Daníel segir að eftir mörg ár í undirheimunum hafi ofsóknarkenndin verið mikil – „Ég gat ekki borðað eða drukkið neitt nema ég ryfi sjálfur á því innsiglið“

Fókus
Miðvikudaginn 21. desember 2022 11:29

Daníel Rafn Guðmundsson. Mynd/Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Daníel Rafn Guðmundsson gekk inn í fangelsið að Sogni til að afplána átján mánaða dóm var hann frjáls maður í fyrsta sinn í mörg ár. Það kann að hljóma undarlega en þannig var það engu að síður. Hann var ekki bara laus undan fíkn heldur hafði hann einnig frelsast til kristinnar trúar. Þrátt fyrir að vera í erfiðum aðstæðum fann Daníel frið og sátt innra með sér en nokkru áður en kom að fangavistinni upplifði hann kraftaverk.

Viðtalið birtist í jólablaði Samhjálpar.

„Ég fór í fangelsi frjáls maður,“ segir hann kíminn. „Mér leið aldrei eins og ég væri í fangelsi því ég var ekki lengur haldinn þessum ótta og kvíða sem ég hafði alltaf verið með og deyft með lyfjum og áfengi. Ég var búinn að vera edrú í rúmt ár þegar ég fór í fangelsið, edrú frá öllu. Ég var algjörlega laus við öll lyf. Þetta var bara góður tími þarna inni. Ég notaði hann til uppbyggingar, las í Biblíunni og fór að skokka á morgnana. Breytti um stíl í ræktinni, fór að lyfta öðruvísi en ég gerði og er í dag kominn í Crossfit.“

Hann bætir við að í raun hafi allt gengið upp hjá honum. Hvenær sem hann fann til óöryggis leitaði hann í Biblíuna og fann svar.

„Guð segir: „… minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur.“ Maður er alltaf að leita eftir þessu fixi. Maður leitar í fólki og hlutum. Ég þurfti nýjan bíl, nýja íbúð eða þetta og þetta og ég hélt að þegar það væri komið yrði allt í lagi en það var tálsýn. Fyrstu meðferðina fór ég í til að reyna að bjarga sambandinu við konuna mína. Ég fór líka til að læra á þetta. Hélt að ég gæti bara lært að drekka, en það er draumur allra alkóhólista að geta drukkið sér að skaðlausu. Þetta er svo mikil lausn þegar maður byrjar og svo verður það að meira og meira vandamáli. Maður er alltaf að leita aftur að þessari lausn sem virkaði svo vel fyrir mann í byrjun.

Þegar maður er búinn að vera lengi í undirheimum er ofsóknarkenndin orðin mjög mikil. Ég gat ekki borðað eða drukkið neitt nema ég ryfi sjálfur á því innsiglið. Þetta er algengt meðal manna í svipaðri stöðu, þeir eru með svona flugur í hausnum og halda jafnvel að eitrað hafi verið fyrir þeim og fara til læknis með alls konar einkenni. Og þetta er ekki alveg ástæðulaus ótti. Hluti af ofsóknarkenndinni var raunverulegur því ég átti óvini og margt hafði gerst. Í sumum tilfellum kostar það marga sálfræðitíma að komast yfir þetta. Þetta leystist hins vegar með Guðsorði fyrir mér. Ég var að fletta í Biblíunni og lesa en þá kom þetta: „En þessi tákn munu fylgja þeim er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma og þó að þeir drekki eitthvað banvænt mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur og þeir verða heilir.“ (Markúsarguðspjall 16:17-18) Við að lesa þetta hugsaði ég; ég er búinn að gefa Guði líf mitt og þó að ég drekki eitthvað banvænt mun mér ekki verða meint af. Óttinn hvarf í einu vettvangi. En um leið og maður leggur allt sitt traust á Guð þarf maður ekkert lengur að óttast,“ segir hann.

Glæsilegt jólablað Samhjálpar er komið út. Auk forsíðuviðtalsins við Daníel Rafn má finna fleiri áhugaverð og skemmtileg viðtöl. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni og blaðið með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl