Eign dagsins í dag er ekki af verri gerðinni en þar er á ferðinni verslunar- og íbúðarhúsnæði í miðbæ Siglufjarðar og því tækifæri fyrir fólk að skapa sér atvinnurekstur í sama húsnæði og það býr, og svo margt fleira.
Eignin er staðsett á Suðurgötu og er 495,2 fermetrar að stærð og samanstendur af þremur eignarhlutum með sama fastanúmeri. Í dag eru allir eignarhlutar í útleigu og gefa af sér leigutekjur.
Eignin skiptist í jarðhæð, bílskúr, 1. hæð og 2. hæð.
Á jarðhæð má finna þrjú aðskilin verslunarrými sem öll eru með sérinngangi, lager aðstöðu, og kaffistofu eða skrifstofu. Gluggar snúa út að Ráðhústorginu í miðbænum.
Svo er 40 fermetra bílskúr með rafmagni og bæði heitu og köldu vatni.
Á 1. hæð er að finna fjögurra herbergja íbúð sem nýlega var innréttuð. Hún er með sérinngangi og er tæpir 150 fermetrar að stæðr.
Á 2. hæð er svo að finna fimm herbergja „penthouse“ íbúð sem er rétt rúmir 120 fermetrar og með sérinngangi frá 1. hæðinni.
Eignin er staðsett við aðalumferðaræð bæjarins og blasir því við allri umferð. Nýtingarmöguleikarnir eru fjölmargir.
Fyrirhugað fasteignamat næsta árs er 42,6 milljónir en ásett verð er 89,9 mlljónir. Nánar má lesa um eignina á Fasteignavef DV.