Halldór Svavarsson hefur sent frá sér smásagnasafnið Beggja megin grafar en það er Almenna bókafélagið sem gefur út. Í bókinni eru, að sögn útgefanda, skemmtilegar og fjölbreyttar smásögur.
Halldór hefur unnið margvísleg störf um ævina en hann sneri sér að ritstörfum á eftirlaunaaldrinum og hefur nú sent frá sér fimm bækur, meðal annars skáldsögur fyrir ungmenni. Síðasta bók Halldórs, Strand Jamestowns, er sannsöguleg og greinir frá standi seglskips við Hafnir á Reykjanesi árið 1881.
Beggja megin grafar inniheldur átta smásögur. Bókin er til sölu í öllum bókabúðum en einnig hjá höfundi í gegnum Facebook-síðu hans.