fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fókus

Var tekinn af lífi fyrir 175 árum – Hausinn á fjöldamorðingjanum sem enn gónir á fólk úr krukku sinni

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diogo Alves er álitinn fyrsti, og afkastamesti, fjöldamorðingi Portúgals. Hann fæddist í Galisíu árið 1810, foreldrar hans áttu vart til hnífs og skeiðar og var Diogo aðeins barn að aldri þegar hann fór til Lissabon í von um þjónustustarf hjá efnafólki. 

Hann var þó fljótur að átta sig á því að glæpir gáfu mun meira af sér en að þrælka sér út við þrif og erfiðisvinnu tólf tíma sólarhringsins. 

Diogo Alves.

Morðin á veitunni

Árið 1836 sóttist Diogo stíft eftir starfi á heimili, staðsettu við Águas Livres, hina sögufrægu vatnsleiðslu sem byggð var í Lissabon á 18. öld. Þykir leiðslan eitt merkasta dæmi um verkfræði þeirra tíma en aðalæð vatnsveitunnar er 18 km.

Langflestir þeirra sem gengu yfir veituna voru fátækir bændur að snúa heim að kvöldi eftir að hafa selt afurðir sínar á markaðinum yfir daginn. Og þótt hver og einn bóndi væri ekki með mikið fé á sér, áttaði Diogo sig á að fjöldinn sem færi yfir veituna væri slíkur að hægt væri að komast yfir verulegt peningamagn með að ræna nógu marga. 

Svo Diogo hóf að bíða eftir bændum á heimleið eftir að skyggja fór. Þegar að fórnarlambið var komið nógu nálægt stökk hann á vesalings bóndann og rændi hann. Hann lét  það þó ekki nægja.

Til að tryggja þögn fórnarlamba sinna henti þeim síðan niður af veitunni, 65 metra, sem er aðeins 10 metrum minna en Hallgrímskirkjuturn. 

Á milli áranna 1936 og 1839 henti hann um 70 bændum og öðrum ferðalöngum niður af veitunni, þótt enginn viti nákvæma tölu.

Myrti mun fleiri áðuar en hann náðist

Auðvitað fóru öll þessi dauðsföll fram hjá neinum, ekki heldur lögreglunni Aftur á móti var talið að fyrstu dauðsföllin hefðu verið sjálfsvíg. Og hvort um var að ræða einhvers konar sálfræði á frumstigi  eða eitthvað annað, var ályktað að fyrstu sjálfsvígin hefðu komið af einhvers konar bylgju sjálfsvíga fólks sem henti sér fram af veitunni. 

Því var gönguleiðinni yfir veituna lokað og var hún lokuð vegfarendum í mörg ár.

Águas Livres vatnsveitan.

Diogo þurfti því að finna sér nýjan ,,starfsvettvang” og raðaði því í kringum sig hóp glæpamanna sem brutust inn á heimili á næturnar, rupluðu og rændu. Oftast myrtu þeir heimilismenn til að ekki væri unnt að bera kennsl á þá. 

En að því kom að Diogo og hans pakk náðist eftir að hafa rænt heimili ónefnds læknis og myrt alla fjölskylduna, lækninn, konu hans og tvö börn. 

Diogo Alves var snarlega dæmdur til dauða og var hann hengdur i febrúar árið 1841. Var það með síðustu aftökum í sögu Portúgal.

En sögu Diogo var ekki lokið. 

Í formalíni í 175 ár

Þegar að gríðarlegur fjöldi fórnarlamba Diogo kom fram við réttarhöldin fengu vísindamenn áhuga. Hvað hafði komið manninum til að myrða allt þetta fólk? Var hann kannski með gallaðan heila? 

Hópur vísindamanna sóttust eftir því hvort þeir mættu fá höfuð Diogo afhent að hengingu lokinni. Vildu þeir krukka í það til að sjá hvort þar væri að finna einhverja skýringu á morðæðinu og samviskuleysinu. 

Yfirvöld tóku vel í það, hjuggu höfuðið af líkinu, og afhentu læknadeild háskólans í Lissabon. 

Vísindamennirnir skoðuðu hausinn á Diogo aftur á bak og áfram en hvort þeir fundu eitthvað sérstakt er ekki vitað.

Læknarnir voru aftur á móti afar vandvirkir og gættu sín vandlega við að setja hausinn á Diogo saman að skoðun lokinni. Því næst var hausinn á fjöldamorðingjanum Diogo Alves settur í krukku sem var full af formalín og komið fyrir á hillu í læknadeild háskólans Lissabon. 

Og þar situr hausinn á einum afkastamesta fjöldamorðingja Evrópu enn í dag og gónir á hvern þann sem ferð á um, 175 ár eftir dauða hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“