fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Merki Stjörnutorgs til Stjörnunnar – söluandvirði rennur í pakkasöfnun Kringlunnar

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2022 10:39

Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, Björn Björnsson frá Tæknivörum og Dagur Jónsson frá Stjörnunni við afhendingu fræga skiltisins sem áður prýddi Stjörnutorgið. Við þetta mættu líka jólaálfarnir, þær Bjarney, Birna, Maí Sól og Aníta. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnutorgi í Kringlunni var formlega lokað í nóvember síðastliðinn þegar allri þriðju hæðinni var breytt í Kúmen, sem verður svæði veitinga, upplifunar og skemmtunar.

Við það tilefni bauð Kringlan merki Stjörnutorgs á uppboði og var allur ágóði ánafnaður pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.

Það var fyrirtækið Tæknivörur sem tryggði sér skiltið og mun færa Íþróttafélagi Stjörnunnar í Garðabæ skiltið. Þar verður merkið sett upp á torgi Stjörnumanna og mun því Stjörnutorg lifa áfram á nýjum stað.

Upphæðin, 200.000,- krónur rennur óskipt í pakkasöfnunina. Það voru jólaálfar Kringlunnar ásamt markaðsstjóra Kringlunnar, Baldvinu Snælaugsdóttur, sem tóku þakklát við styrknum og afhentu um leið skiltið góða. Jólaálfar Kringlunnar skottast í verslanir í Kringlunni og kaupa gjafir handa börnum sem á þurfa að halda. Pakkasöfnun Kringlunnar fer þannig fram að viðskiptavinir eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf og setja hana í söfnunina við jólatréð í Kringlunni.  Eins er hægt að styrkja söfnun með framlagi á kringlan.is. Jólaálfarnir kaupa gjafar fyrir börnin fyrir allt sem safnast á kringlan.is.

Pakkasöfnun um 30% minni en í fyrra

Pakkasöfnunin hófst í byrjun desember og hafa margir lagt henni lið. Að sögn Baldvinu er söfnun þó töluvert dræmari en í fyrra eða um það bil 30% minni. Er það áhyggjuefni þar sem síst færri fjölskyldur reiða sig á aðstoð hjálparsamtaka um þessi jól. Vill Baldvina benda á að framlög á kringlan.is þurfa ekki að vera há til að gera mikið gagn, allt safnast sem saman kemur.


Jólaálfarnir eru þær Bjarney, Birna, Maí Sól og Aníta sem brostu sínu fegursta við þetta tilefni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“