fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Merki Stjörnutorgs til Stjörnunnar – söluandvirði rennur í pakkasöfnun Kringlunnar

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2022 10:39

Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, Björn Björnsson frá Tæknivörum og Dagur Jónsson frá Stjörnunni við afhendingu fræga skiltisins sem áður prýddi Stjörnutorgið. Við þetta mættu líka jólaálfarnir, þær Bjarney, Birna, Maí Sól og Aníta. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnutorgi í Kringlunni var formlega lokað í nóvember síðastliðinn þegar allri þriðju hæðinni var breytt í Kúmen, sem verður svæði veitinga, upplifunar og skemmtunar.

Við það tilefni bauð Kringlan merki Stjörnutorgs á uppboði og var allur ágóði ánafnaður pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.

Það var fyrirtækið Tæknivörur sem tryggði sér skiltið og mun færa Íþróttafélagi Stjörnunnar í Garðabæ skiltið. Þar verður merkið sett upp á torgi Stjörnumanna og mun því Stjörnutorg lifa áfram á nýjum stað.

Upphæðin, 200.000,- krónur rennur óskipt í pakkasöfnunina. Það voru jólaálfar Kringlunnar ásamt markaðsstjóra Kringlunnar, Baldvinu Snælaugsdóttur, sem tóku þakklát við styrknum og afhentu um leið skiltið góða. Jólaálfar Kringlunnar skottast í verslanir í Kringlunni og kaupa gjafir handa börnum sem á þurfa að halda. Pakkasöfnun Kringlunnar fer þannig fram að viðskiptavinir eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf og setja hana í söfnunina við jólatréð í Kringlunni.  Eins er hægt að styrkja söfnun með framlagi á kringlan.is. Jólaálfarnir kaupa gjafar fyrir börnin fyrir allt sem safnast á kringlan.is.

Pakkasöfnun um 30% minni en í fyrra

Pakkasöfnunin hófst í byrjun desember og hafa margir lagt henni lið. Að sögn Baldvinu er söfnun þó töluvert dræmari en í fyrra eða um það bil 30% minni. Er það áhyggjuefni þar sem síst færri fjölskyldur reiða sig á aðstoð hjálparsamtaka um þessi jól. Vill Baldvina benda á að framlög á kringlan.is þurfa ekki að vera há til að gera mikið gagn, allt safnast sem saman kemur.


Jólaálfarnir eru þær Bjarney, Birna, Maí Sól og Aníta sem brostu sínu fegursta við þetta tilefni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks
Fókus
Fyrir 3 dögum

Glæný stikla: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu

Glæný stikla: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarki Steinn varð fyrir kynferðisbroti á skólalóðinni af hendi ókunnugs karlmanns – „Upplifunin var að ég rétt náði að lifa þetta af“

Bjarki Steinn varð fyrir kynferðisbroti á skólalóðinni af hendi ókunnugs karlmanns – „Upplifunin var að ég rétt náði að lifa þetta af“