fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusMatur

Jólasveinar nýjasta jólalínan hennar Heklu

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2022 10:12

Jólasveinar prýða nýjustu jólalínu Heklu þar sem rauði liturinn spilar aðalhlutverkið. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heklaíslandi er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hefur hannað og framleitt ýmsar vörur undanfarin ár sem flestir Íslendigar ættu að þekkja. Frá árinu 2008 hefur komið sérstök jólalína frá þeim sem samanstendur af ýmsum vörum eins og servíettum, kertum, eldspýtustokkum, viskustykkjum, djásnum, jólakortum og merkimiðum. Jólalína 2022 ber heitið Jólasveinar og er jólarauð með jólasveinum á. Hekla segir að það hugmyndin af nýju línunni hafi hreinlega hoppað til hennar að lokum. Íslenskt handverk er einstaklega falleg gjöf sem auðgar og fegrar heimilin okkar.

Hekla Guðmundsdóttir er listamaðurinn bak alla hönnun Heklaísland sem hefur vakið verðskuldaða athygli enda falleg skírstkotun í íslenska náttúru, sveita- og mannlíf. Hún hefur ástríðu fyrir listinni og sækir innblástur sinn fyrst og fremst í sveitina og minningar bernskuna.

Fyrsta jólalínan kom árið 2008 og hét einfaldlega Gleðileg jól. Síðan þá hafa jólaservíettur og aðra vörur frá Heklaíslandi verið eitt af því sem er stór hluti af jólahaldinu á íslenskum heimilum. Jólalína í ár heitir Jólasveinar og er sú fjórtánda í röðinni. „Við reynum að hafa fjölbreytni í vöru úrvalinu hjá okkur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hekla en hún listamaðurinn bak við Hekluíslandi og hefur skapað allar þær línur sem hafa litið dagsins ljós sem eiga sér skírskotun í íslenska náttúru, dýralíf og mannlíf.

Heilu ári á undan er byrjað að huga að því hvaða myndefni eigi að vera á hátíðarlínunni ári síðar. Oft kemur hugmyndin fljótt og örugglega en önnur ár tekur það mikinn tíma vara að ákveða hvað eigi að vera aðalmyndefnið og svo að teikna, skissa, mála þar til lína er orðin fullmótuð.

Nýja jólalínan erfið í fæðingu

Jólalínan Jólasveinar var erfið í fæðingu. Hekla sat við dögum saman með pensil í hönd en ekkert gekk. „Að lokum ákvað ég að spyrja þá sem standa mér næst hvort þeir væru með eitthvað sem þeim langaði að hafa næstu jól. Fyrst kom hugmynd um að hafa þekjandi mynd eða bakgrunn lík og á málverki, næsti sagðist vilja rauða litinn að hann væri litur jólanna. Þá opnast hurð og maður stekkur inn í herbergið, ég spyr hann hvað sé það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um jólin, það stóð ekki á svari – að sjálfsögðu jólasveinar,“ segir Hekla og brosir.

Í jólalínunni er að finna kerti, servíettur, viskustykki og margt fleira fallegt til að dekka hátíðarborðið og til að setja eldhúsið í jólabúninginn.

Hér má sjá brot af nýjustu jólalínunni Jólasveinar.

Grái liturinn fær líka að læðast með og lundinn fær líka að vera í jólabúningi í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka