Maður hefði haldið að eftir öll þessi ár þá værum við búin að sjá allt sem raunveruleikasjónvarp hefur upp á að bjóða, en einhvern veginn tekst framleiðendum enn að koma okkur á óvart. Nýir þættir, sem eru væntanlegir á TLC, hafa vakið talsverða athygli en fyrsta stiklan kom út í gærkvöldi.
Þættirnir heita „MILF Manor“ sem mætti lauslega þýða sem „Höfðingjasetur heitra mæðra“ en samkvæmt orðabók Oxford er hugtakið notað fyrir kynferðislega aðlaðandi konur sem hafa eignast börn eða „Mom I‘d Like to Fuck.“
Konurnar í þættinum eru frá 40 til 60 ára og dvelja á höfðingjasetri í Mexíkó þar sem þær eru kynntar fyrir mun yngri karlmönnum.
Í lýsingu þáttanna kemur fram: „Átta heitar mömmur, átta yngri karlmenn, ein svakaleg flétta.“ Eins og er vitum við ekki hver þessi söguflétta er, en miðað við viðbrögð mæðranna er hún svakaleg.
Í stiklunni fáum við aðeins að kynnast nokkrum mæðrunum sem verða í þættinum. Ein segist vera með „rosalega mikla kynhvöt“ og önnur segir að „yngri karlmenn eru mun orkumeiri, þeir hugsa út fyrir kassann og ég vil það.“
Stiklan hefur vakið talsverða athygli. Á meðan margir bíða spenntir eftir fyrsta þætti lýsa aðrir vonbrigðum sínum með TLC.
„Finnst engum skrýtið að þau taki það fram að þessir karlmenn eru HELMINGI yngri en þær? Það er frekar ógeðslegt,“ segir einn netverji.
Nokkrir hafa giskað hver fléttan sé. „Ég held að karlmennirnir séu synir þeirra, að þær eigi allar syni á þessum aldri og þeir séu mættir til að deita hinar mæðurnar.“
MIF Manor fer í loftið á TLC þann 15. janúar.