fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Furðuvenjur miðalda – Eftirlitsmaður hægða konungs, LSD víma bænda og dónateikningar munka

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2022 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðaldir voru skrítin og oft furðulegur og hættulegur tími, fullur af alls kyns hlutum sem eru okkur framandi í dag. Hér má sjá nokkur dæmi um siði eða verknaði sem erfitt er að ímynda sér að hafi nokkurn tíma verið taldið eðlilegir.

Á 13. öld gaf Gregoríus IX út þá yfirlýsingu að kettir væru verkfærri djöfulsins. Hvort páfi var með ofnæmi fyrir kisum eða hreinlega illa við þær af einhverjum ástæðum, veit ekki nokkur sála. Aftur á móti varð yfirlýsingin til að kettir voru drepnir um alla Evrópu í stórum stíl, oft brenndir á báli, almenningi til skemmtunar. Sérstaklega svartir kettir. 

Þetta er aftur á móti svartur köttur blaðamanns, Jasmín. Bara vegna þess að það var ekki unnt að standast freistinguna.

Á miðöldum gátu hjón í Þýskalandi gert upp skilnað með því að berjast. Sigurvegarinn fékk það sem hann eða hún vildi. Sá sem vann réð hvort hjónabandinu yrði viðhaldið eða ekki, allt eftir óskum viðkomandi. Til að gera bardagann örlitið jafnari varð eiginmaðurinn að standa í holu sem ekki máttið vera grynnri en nam hæð konu hans og helst örlítið dýpri. 

Á miðöldum var það arðsöm atvinna að fiska upp mannaskít aðalsins úr kastalagröfum og fór sú iðja fram á næturnar. Helst var þetta stunda í Wales og á Englandi og skíturinn síðan seldur bændum í sveitinni sem áburður. 

Talandi um mannaskít þá var eitt af háttsettari embættum við bresku hirðina fyrr á öldum að skrá niður hægðir konungs, lit, lögun og magn. Viðkomandi sá einnig um þrif á klósettum konungs og já, sá um að skeina þjóðhöfðingjann. 

Þetta tól var hannað, og mikið notað, sem refsing fyrir konur sem taldar voru dreifa kjaftasögum. Og eingöngu konur því karlmenn gera auðvitað aldrei slíkt. 

Það var tímafrek, og sennilega fremur leiðinleg vinna til lengdar, fyrir munka að skrifa niður handrit. Því finnast á sumum handritum litlar teikningar sem óneitanlega minna svolítið á pár unglinga í stílabækur í leiðinlegum dönskutíma. 

Á miðöldum sýndu karlmenn oft auð sinn með lengd skó sinna. Sem gat orðið vandamál ef þeir voru mjög auðugur. Þá urður skórnir svo langir að það þurfti að smíða þá úr hvalbeini og átti millarnir oft erfitt með gang. En létu sig hafa það enda hégóminn oft sársaukanum yfirsterkari. 

Það var fátt um fjölbreytni í fæðu á miðöldum og var rúgbrauð ein helsta fæðan. Ekki var óalgengt að bændur borðuðu allt að kíló af rúgbrauði á dag. En í blálokin fyrir nýja uppskeru var rúgur síðustu uppskeru oft sýktur af grasdrjólasvepp, sem LSD er unnið úr. Má því gera ráð fyrir að bændur hafi stundum verið vel vímaðir og telja sumir að dansæði Evrópu hafi stafað af LSD vímu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn