Það eru allir og amma þeirra að taka þátt í nýju trendi á samfélagsmiðlum þar sem gervigreind notar myndir af fólki til að teikna upp myndir af þeim sem ofurhetjum og alls konar teiknimyndasöguhetjum.
Til að mynda hafa söngkonurnar Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Svala Björgvinsdóttir tekið þátt í trendinu.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
Netverjar deila niðurstöðunum villt og galið, enda langflestir stórglæsilegir og töff á þessum myndum. Allir nema baráttukonan og áhrifavaldurinn Edda Falak að hennar sögn. Hún deildi sínum myndum á Instagram í gær og sagðist vilja fá endurgreitt.
„Sjálfsmyndin mín er gjörsamlega í gólfinu akkúrat núna,“ sagði hún.
„Af hverju eru allir ofurhetjur á meðan ég er eitthvað fokking ógeð?“