Hún óskaði fyrst eftir píkumyndum í nóvember og hefur síðan þá birt mynd af píku dagsins á vefsíðu sinni. Verkefnið hefur vakið mikla athygli og ætlar hún að halda áfram með það, nema typpaeigendur fá nú að taka þátt.
Sjá einnig: Píka dagsins fram að jólum en typpin fá sviðsljósið í janúar
„Já ég tek við typpamyndum en til að fá að taka þátt þarftu að senda myndina í tölvupósti til mín og svara af hverju þú tekur þátt, [segja mér frá] sambandi þínu við liminn og aldur,“ skrifar Sigga Dögg á Instagram og bætir við:
„Og þær verða ekki birtar fyrr en á nýju ári. Píkurnar fá að ljúka árinu.“