fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. desember 2022 11:29

Kristján Einar, oft kallaður Kleini. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, kallaður Kleini, þvertekur fyrir að hafa logið um það sem átti sér stað í fangelsinu á Spáni.

Kristján hefur verið opinn um átta mánaða vist sína í héraðsfangelsinu í Malaga eftir að hann losnaði úr varðhaldi um miðjan nóvember.

Sjá einnig: Kristján Einar opnar sig um fangelsisvistina – Í klíku með Pólverjum og stunginn tvisvar

Fyrir viku síðan settist hann niður með fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og ræddi um skelfilega reynslu sína í hlaðvarpsþætti þess síðarnefnda.

Kristján hefur einnig verið ófeiminn að svara spurningum fylgjenda sinna á Instagram og er ljóst að mikill áhugi er á öllu Kleina tengdu þessa stundina. En það eru ekki allir með honum í liði, sumir saka hann um lygar, þá sérstaklega varðandi atburði sem hann segir að hafi gerst í fangelsinu.

„Það sem átti sér stað á vist minni í Al hraun fangelsinu á Spáni hefur farið misjafnt í fólk og ég skil það því ég trúi þessu ekki sjálfur, en spyrjið ykkur, af hverju ætti ég að ljúga um atburðina sem áttu sér stað og því sem ég varð vitni að?“ segir Kristján Einar í nýrri færslu á Instagram.

Ekki stoltur af stungunni

„Það sem ég sá gerast og gerði er ekki neitt til þess að vera stoltur af,“ bætti hann við. En Kristján sagði frá því í hlaðvarpsþætti Sölva að hann hafi stungið annan fanga með hníf til að fá vernd frá pólsku klíkunni.

„Það er ekki „svalt,“ það gerir mig ekki að einhverjum svaka „karli“ eða neitt álíka og ég hef enga ástæðu til þess að vera setja upp einhverja falsmynd af því sem átti sér stað þarna inni. Ég les ekki athugasemdakerfið hjá fjölmiðlum en mér hefur verið sagt frá því, en ég leyfi því ekki að hafa áhrif á mig því að ég veit hvað gerðist þarna og það verður aldrei tekið til baka og ég mun þurfa að lifa með því alla ævi,“ segir hann.

„Ég opnaði mig um málið og sagði frá minni sögu og ég veit ekki í hvaða heimi þar sem nokkur manneskja myndi ljúga um það sem ég var vitni að, það er ekkert til þess að vera að monta sig að, eða hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Ef svo er raunin vill Kristján ekki athyglina. „Þá er þetta ekki eitthvað sem ég vil fá athygli út á. Ég hef enga ástæðu til þess að mála einhverja falsmynd fyrir fjölmiðla, en ég vil segja mína sögu og þetta er hún.“

Sjá einnig: Kristján Einar spurður út í Svölu – „Bara svo þið vitið það hér og nú“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram