fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fókus

Dan Nava kom til landsins í tveggja ára verkefni en vissi að hann væri kominn til að vera – „Það er áhugavert tvíeðli ríkjand á Íslandi, sem annars vegar er nútímalegt þjóðfélag, en hins vegar eins og smábær“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 4. desember 2022 09:01

Dan Nava/Mynd Snjókalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dan Nava er 36 ára gamall, fæddur í Venesúela en fluttist til Íslands fyrir sex árum, til að sinna tímabundnum starfi í tvö ár. En svo fór að Dan féll fyrir Íslandi, lærði tungumálið, aflaði sér meistaragráðu, starfar með börnum, sinnir uppistandi af krafti er með afar vinsælan TikTok reikning þar sem hann deilir sínu daglega lífi.

Svo fátt eitt sé nefnt.

Fann sig á Íslandi

Dan flutti frá heimalandi sinu til Kólumbíu árið 2014 þar sem hann fékk starf sem grafískur hönnuður hjá góðgerðasamtökum, enda menntaður sem slíkur. Það leiddi hann síðan til Íslands á vegum sömu samtaka. Hann átti nú ekki endilega von á að vera valinn til fararinnar.

„En tveimur mánuðum síðar hafði ég selt allt mitt í Kólumbíu og flutt til Íslands.“

Samningurinn var til tveggja ára en Dan fannst hann fljótlega vera búinn að finna sig á Íslandi, hér væri hans heimili. Aðspurður um hvort ekki hafi verið erfitt að læra íslenskuna segir Dan það ekki hafa reynst sér allt of erfitt enda óttalegur tungumálanörd, eins og hann sjálfur orðar það.

Sjálfur ólst hann bæði upp við ensku og spænsku, þrátt fyrir að báðir foreldrar hans væru frá Veneúsela. 

„Mamma hafði lært í Bandaríkjunum og vildi kenna okkur systkinunum enskuna snemma. Ég var elstur og náði að verða reiprennandi í báðum tungumálum og yngri systkini mín tvö skilja enskuna vel en svara á spænsku.“

Hrikalegt ástand í Venesúela

Nánasta fjölskylda Dan flutti til Argentínu um sama leyti og hann flutti til Kólumbíu. 

„Árið sem ég flutti frá Venúsela vissi ég að varð að flytja úr landinu mínu því ástandið er hrikalegt í Venesúela. Það er til dæmis erfitt að fá nauðsynjavörur á við klósettpappír eða hrísgrjón í verslunum, það er skortur á öllu sem maður er ekki einu sinni að hugsa út í hér á Íslandi.“

Hann segir að fyrsta ferð sín í matvöruverslun í Kólumbíu hafi fyllst sig miklum spenningi, bara það að sjá úrvalið.

„En á sama tíma spurði ég sjálfan mig af hverju ég væri þetta spenntur, það ætti að telja eðlilegt að geta farið í matvöruverslun og keypt inn án þess að hafa áhyggjur af að almennustu vörur séu ekki til og alls óvitað um hvort eða hvenær þær komi aftur. En það hafði verið minn veruleiki svo lengi að ég fann til  ótrúlegrar gleði við það eitt að fara út í búð. Og í dag, árið 2022, er fólk að yfirgefa Venesúlea í hrönnum og fara yfir landamærin til Brasilíu og Kólumbíu. Og víða, meðal annars alla leið til Íslands.“Hann segir að um sé að ræða hælisleitendur sem eru efnahagslegir flóttamenn. „Við viljum ekki búa við ástand þar sem við megum eiga von á að vera myrt úti á götu af glæpagengjum, hefur snarfjölgað eftir því sem fátæktin eykst í landinu.“

Íslenska tvíeðlið og frændhyglin

Fyrsta árið var Dan ekki mikið menningarsjokk enda var aldrei hugmyndin í byrjun að dvelja lengi á Íslandi. Sjokkið hafi fyrst kom í lok annars ársins og byrjun hins þriðja. 

„Ég var þá farin að ná tungumálinu betur og farinn að taka eftir fleiru en áður. Og það að læra tungumálið opnaði hurðina menningarlega fyrir mig, það er annar kúltúr sem fylgir því að tala bara ensku. Með aðná tökum á tungumálinu gat ég líka leyft mér að slaka á og hætta að raða öllu í kassa í hausnum á mér.“

Hvort fleira hafi komið á óvart hvað varðar íslenskt samfélag, segist Dan hreint ekki vera í aðstöðu til að dæma, en honum fannst frændhyglinn hér athyglisverð.

„Það er ákveðið tvíeðli ríkjandi, Ísland er nútímalegt þjóðfélag en samt eins og lítill bær, sem mér finnst mjög áhugavert. Ég hef stundum grínast með þetta á TikTok, eins og ýmislegt annað sem tengist útlendingum á Íslandi, enda stendur það  nærri mér.

En ég fæ líka stundum að heyra að ég eigi ekkert að hafa skoðun á slíku því ég borgi ekki einu sinni skatta á Íslandi.“

Dan hlær að slíkri vitleysu. „Ég er búin að borga mína skatta og gjöld allt frá því að ég lenti á Íslandi í fyrsta skipti.“

Ekki annað hægt en að hlæja

„Ég stofnaði TikTok í kringum Covid þar sem ég gat ekki farið á svið í uppistandi. Svo fór ég að skrá ýmislegt úr lífi mínu, til dæmis skoraði ég á sjálfa mig að fara í ræktina á hverjum degi í 100 daga (D fyrir duglegur), og allt á íslensku til að æfa mig betur í tungumálinu. Ég fór einnig að fylgjast með samfélagsmálum, til dæmis hegðun Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, sem fer upp og niður í yfirlýsingum sínum um útlendinga á Íslandi.

Einn daginn segir hann ekki hægt að taka við hælisleitendum, næst vill hann hýsa flóttafólk frá Úkraínu heima hjá sér og nokkrum mánuðum seinna talar hann aftur gegn fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Það er sérstakt að skoða þessa tímalínu en svo gleymist þetta bara.“ 

Dan segist þó ekki taka sjálfan sig, né kerfið, of alvarlega. „Ég ger brandara úr alls konar málum, líka sem þessum.“ 

Hinsegin fólk brandari

Dan er tvíkynhneigður og hélt því út af fyrir sig í í Venesúela. Það sýndi hann hann fyrs og fremst sína „gagnkynhneigðu“ hlið eða allt þar til hann flutti til Kólumbíu þar sem hlutirnir er frjálslegri. Dan á nú íslenskan kærasta og segir hinsegin samfélagið hér á landi í blóma. 

Samkynhneigð er ekki ólögleg í Venesúela en það eru kerfisbundnir fordómar og engin lög gegn slíku.

„Staðalímyndin og húmorinn í Venesúela er að allir hommar séu afar kvenlegir hárgreiðslumenn og allar lesbíur óskaplega karlmannlegar í byggingarvinnu eða sambærilegu. Og það er hlegið að þessu, hinsegin fólk er álitið brandari. Því lærði ég snemma, þegar ég fór sjálfur að semja brandara, að það er í lagi að kýla upp en aldrei niður.“

Íslenska veðrið kósí

Dan segir planið vera að deyja á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. „Þó ekki nærri því strax“, bætir hann við og hlær. 

Mamma hans kom í júní síðastliðin í heimsókn í fyrsta skipti og kunni vel við sig en fannst afar kalt, þrátt fyrir að koma um sumartímann. Kuldinn angrar Dan hinsvega ekki neitt.

„Það er yfir vel 40 stiga hiti allan ársins hringinn í heimabæ mínum í Venesúela og mikill raki. Mér finnst íslenska veðrið kósí, sérstaklega þegar það allt er hvítt af snjó. Þá er ekkert betra en að sitja í heitum potti og njóta.“ 

Allir eru velkomnir í heimsókn 

Af hverju þessar vinsældir á TikTok?

„Ég reyni að sýna fyndnu hliðarnar á daglega lífinu, eins og mig á hlaupabrettinu, að hlaupa á brott frá kommúnistum eða eitthvað smá klikkað í þá átt. Ég er enginn íþróttafræðingur og það var aldrei hugmyndin að fræða fólk, bara segja frá þessu daglega lífi frá mínu sjónarhorni. Opna smá glugga inn í mitt líf með húmor.

Myndböndin mín eru opið hús, þú ert velkominn inn að skoða að vild og fara svo aftur.“ 

En koma aldrei neinar leiðinlegar athugasemdir?

„Jú jú, en ég reyni að skapa umhverfi á TikTok þar sem öllum líður vel og hafa gaman af en auðvitð er alltaf til dónlegt fólk sem reynir að gera lítið úr manni en ég eyði því bara og læt það ekki angra mig. Það segir meira um þetta fólk en mig. Ég er 36 ára gamall karlmaður, í raun orðinn gamall karl á TikTok bara að hafa gaman og gera skapandi hluti. Allir eru velkomnir í minn heim en öllu er líka velkomið að sleppa því að horfa,“ segir Dan og hlær. 

Dan segir TikTok myndböndin tengjast uppistandinu því bæði ganga formin út á að segja stuttar sögur á áhugaverðan hátt. 

Allt í einu leikskóli

En aðalstarf Dan er á leikskóla. Hvernig kom það til?

„Þegar samningurinn minn við góðgerðafélagið rann út reyndi ég að finna nýtt starf sem grafískur hönnuður. En ég fékk aldrei nein svör og gerði mér grein fyrir að stór partur af því var að ég var ekki orðinn reiprennandi í íslensku.“

Honum var því bent á prófa að fara að vinna á leikskóla.

Dan kenndi ensku í mörg ár í Venesúela, eða allt frá 18 ára aldri, og vildi gjarnan fara aftur að vinna með börnum. Hann hafði þó áhyggjur af að takmörkuð íslenskukunnátta myndi hamla honum. 

„Ég var örlítið kvíðnn fyrir hvernig ég myndi ná að tengja við þetta ung börn því ég byrjaði á yngstu deildinni, með börn eins til þriggja ára. En ég lærði mikið af þeim og að vera með þeim. Ég byrjaði á að hlusta á þegar lesið var fyrir börnin og deildarstjórinn var duglegur í að láta mig í að lesa líka og ýtti við mér þegar ég hikaði.  Og þegar maður vinnur með þetta litlum börnum koma sömu orðin og hugtök aftur og aftur. Viltu mjólk? Ertu svangur? Meiddir þú þig?

Það hjálpaði mér mikið við að skilja íslenskuna betur.“

Dan fór líka æa íslenskunámskeið í Mími til að ná málfræðinni en segir leikskólann hafa kennt sér mest. 

Hvað er þetta með lakkrísinn?

Svo fór að Dan líkaði svo vel við starfið á leikskólanum að hann fór og menntaði sig í faginu við Háskóla Íslands  og er nú með meistaragráðu í menntunarfræði leikskóla. 

Dan er því í fullu starfi á leikskóla auk þess að koma fram sem uppistandari undanfarin ár sem hann segir uppfylla sköpunarþörf sína. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu sína í fyrra og er hvergi hættur. ,,Nú er ég að vinna að lengra efni sem lýsir vel upplifun minni af því að flytja til Íslands og verða Íslendingur. 

Dan vill ekki meina að menningarsjokkið hafi verið tiltakanlega mikið við flutningana frá Suður-Ameríku til Íslands.

„Maturinn var jú pínu sjokkerandi, sérstaklega jólamaturinn. Ég gerði slátur með vinkonu minni fyrsta árið sem mér fannst svolítið öðruvísi. Ég elska hangikjöt og finnst svið góð þótt þau séu ekki falleg. Ég hef smakkað skötu og hákarl en það ætla ég aldrei að gera aftur! Ég skil heldur ekki þessa ást Íslendinga á lakkrís,“ bætir Dan við og hristir höfuðið.

Tilkynni mig ekki veikan nema vera við dauðans dyr

Hann minnist einnig á traust Íslendinga. „Hér kaupa glænýir kunningjar, og jafnvel ókunnugir, bjórglas handa manni sem ég hafði aldrei upplifað áður. Í Suður-Ameríku þiggur maður aldrei neitt af ókunnugum af ótta við að vera byrlað eitthvað og rændur. Það tók mig smá tíma að venjast þessum traustkúltúr.“

Annað sem kom honum á óvart var vilji Íslendinga til að skilja að vinnu og einkalíf. „Eg þekki til dæmis marga Bandaríkjamenn sem „lifa til vinna“ en Íslendingar eru frekar á því að „vinna til að lifa,“ þrátt fyrir að vera hörkuduglegir til vinnu,“ segir Dan.

Dan minnist einnig hvað það kom honum á óvart hversu vel var tekið í það þegar að hann hringdi sig í fyrsta skipti veikan í vinnu í leikskólanum. Það var honum framandi að finna skilninginn og vera sagt að fara vel með sig og láta sér batna.

„Það er svo fast í minni menningu að mæta alltaf í vinnu og ég er reyndar enn þá þannig, ég tilkynni mig ekki veikan nema ég sé við dauðans dyr.“

Íslensku sundlaugarnar æðislegar

Hann elskar líka íslensku sundlaugarnar og segir þær núllstilla hugann.

„Þegar ég kom fyrst til Íslands fannst mér það vera eitthvað sem maður gerði um helgar, svona spari, og mér fannst stórfenglegt að komast að því að það er bara allt í lagi að skjótast í sund í klukkutíma á þriðjudagskvöldi. Það var ekki síst æðislegt þegar ég var á kafi í náminu að komast frá tölvunni og slaka á.“

Dan þekkti ekki sálu við komuna til Íslands en var fljótur að eignast stóran vinahóp. Hvernig fór hann að því? 

Dan hugsar að eins málið.

„Ég myndi segja að það sem hafi hjálpað mér að vilja alltaf að vera að bralla og brasa. Ég fór til dæmis í hinsegin kórinn og kynntist fjölda fólks þar, kórakúltúrinn á Íslandi er frábær og stór partur af menningunni. Það hjálpaði líka með íslenskuna að æfa söng á íslensku.“

Það er alltaf til fólk eins og þú

Hvaða ráð hefur Dan fyrir nýbúa sem engan þekkja við komuna til landsins?

„Það sem hjálpaði mér var að leita uppi fólk með sömu áhugamál og ég. Og það er sama hvaða áhugamál þú hefur, það er örugglega til félag eða hópur fólks sem hefur sömu áhugmál, hvort sem það er að syngja, prjóna, skokka eða dansa. Reyndar næstum hvað sem er, eða það held ég.

Fólk er viljugt að taka á móti nýju fólki, útlendingum eins og mér, og mér líður óskaplega vel á Íslandi. En það er einstaka fólk, kannski oft í eldra kantinum, sem hikar kannski frekar að bjóða manni með að fyrra bragði en almennt eru  flestir jákvæðir.“

Auka þess að vera í kórstarfi og söngnámi, tekið meistaragráðu og stundað uppistand Dan meðlimur í klúbbum, til að mynda Round Table Ísland, sem hann hefur starfað með í nokkur ár.

„Ég get bara ekki setið kyrr. Ég bjó með vinkonu minni á tímabili og henni fannst ekkert betra en að slaka á eftir vinnu en ég verð alltaf að vera að. Við vorum ansi ólík að því leiti,“ segir Dan og hefur augljóslega gaman að upprifjuninni.

Hann segir að sennilega megi rekja margt í hans fari til æskuáranna í Venesúela þar sem honum var snemma kennt að hugsa í lausnum í stað þess að gefast upp.

Við erum öll eitt

„Auðvitað koma dagar sem ég er ekkert sérstaklega glaður, dagar sem eru verri en aðrir, en flesta daga reyni ég að vera jákvæður, finna lausnir og halda áfram. Strætó keyrir stundum fram hjá mér en það þýðir ekki að láta slíkt pirra sig, þá er bara að labba eða bíða eftir næsta. Það þýðir ekkert að vorkenna sér heldur reyna að vera lausnamiðaður og finna gleðina.“

„Ég hef líka lært á mínum innflytjendaferli að maður þarf að geta opnað sig, ekki alltaf að vera að reyna að sanna sig og taka þetta einn á hörkunni.

Sem dæmi, ef ég væri að leita að vinnu myndi ég ekki sitja einn og hafa áhyggjur, heldur tala við fólk i kringum mig og leita ráða. Þegar ég kom fyrst til Íslands var ég svo ákveðinn í að gera allt sjálfur, án nokkurrar aðstoðar, en í dag myndi ég ekki hika við að heyra í fólki og spyrja hvort þeir vissu um einhverja sem væru að ráða. Þannig byrjaði ég til dæmis á leikskóla, sem mér hefði aldrei dottið í hug nema að mér hefði verið bent á það,  því ég hélt að ég þyrfti sérstaka menntun. 

Það er ekkert að því að biðja um aðstoð og ráðleggingar og það er reyndar mjög jákvætt skref í því að vera virkur þjóðfélagsmeðlimur. Við erum öll meðlimir í samfélaginu og verður að losa okkur við „við og hinir” hugsunarháttinn og einbeita okkur þess í stað að virða hvort annað og læra hvert af öðru,“  segir Dan Nava.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“

Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“
Fókus
Í gær

Emilíana Torrini og Rowan Patrick eru að skilja – Gerðu kaupmála

Emilíana Torrini og Rowan Patrick eru að skilja – Gerðu kaupmála
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“