fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Helga Möller lætur ofbeldismanninn heyra það – „Þessi fárveiki, siðblindi maður og fjölskylda hans, fær ekki tækifæri til að troða sér inn í hjörtun okkar“

Fókus
Laugardaginn 3. desember 2022 22:07

Helga Möller

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í morgun steig Sindri Þór Kárason, kærasti og barnsfaðir Elísabetar Ormslev fram og lét Pétur Örn Guðmundsson heyra það í kraftmikilli færslu.

Fyrr í vikunni hafði Pétur Örn skrifað færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann kvartaði undan nafnlausum hatursskilaboðum á samfélagsmiðlum. Eins og lesendur þekkja hefur Pétur Örn haft hægt um sig frá því í febrúar á þessu ári þegar Elísabet steig fram í mögnuðu viðtali við Fréttablaðið þar sem hún greindi frá því hvernig Pétur Örn hafði gengið á eftir henni þegar hún var á grunnskólaaldri en hann að verða fertugur. Þá lýsti hún hegðun hans sem að ekki er hægt að túlka öðruvísi en andlegt ofbeldi.

Sjá einnig: Elísabet var í grunnskóla þegar sambandið hófst

Harmkvein Péturs Arnar vakti talsverða athygli i vikunni en þar varpaði birti hann ógeðfelld skilaboð sem hann hefði fengið og varpaði fram  þeirri spurningu hvort að hann yrði alltaf útskúfaður og hvort að hann myndi aldrei geta um frjálst höfuð strokið á samfélagsmiðlum útaf fyrri syndum.

Sjá einnig: Pétri sagt að „rotna í helvíti“ fyrir að birta færslur á Facebook – „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“

Ánægð með tengdasoninn

Sindra Þór, barnsföður Elísabetar var nóg boðið vegna færslu Péturs Arnar og lét hann heyra það í kraftmikilli færslu sem DV birti í morgun. Þar vísaði hann á bug sögusögnum um að hann hefði sent Pétri Erni skilaboðin ógeðfelldu og greindi frá því að faðir Péturs Arnar hefði verið að áreita hann með skilaboðum í vikunni. Þá varpaði hann frekari ljósi á hið meinta ofbeldis tónlistarmannsins sem hann sagði ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum og  sitja um Elísabetu með fake“-aðgöngum á samfélagsmiðlum.

Móðir Elísabetar, tónlistarkonan landsþekkta Helga Möller, hefur verið stoð og stytta dóttur sinnar í þessari erfiðu baráttu. Hún var ánægð með framtak tengdasonarins og sendi honum hlýja stuðningskveðju.

Sjá einnig: „Sérlegur sérfræðingur í „fake”-aðgöngum til þess að fylgjast með konunni minni á samfélagsmiðlum“

„Það var mikil gæfa að þú komst inn í líf dóttur minnar og fjölskyldunnar, Sindri minn. Takk fyrir þinn stuðning og betri tengdason er ekki hægt að hugsa sér,“ skrifaði Helga.

Þá tók hún undir gagnrýni tengdasonarins og lét Pétur Örn heyra það:

„Þessi fárveiki, siðblindi maður og fjölskylda hans, fær ekki tækifæri til að troða sér inn í hjörtun okkar en það væri óskandi að hans nánustu myndu aðstoða hann að leita sér hjálpar til að verða að betri manni,“ skrifaði Helga.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“
Fókus
Í gær

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba