fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Jóhanna Guðrún birtir fyrstu myndina af sér í Chicago-búningnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. desember 2022 11:36

Jóhanna Guðrún. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórsöngkonan Jóhanna Guðrún leikur Velmu í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á heimsfræga söngleiknum Chicago.

Æfingar standa nú yfir og birti söngkonan fyrstu myndina af sér í búning á Instagram í gær.

Skjáskot/Instagram

Margir bíða spenntir eftir að söngleikurinn verði frumsýndur í janúar 2023 enda mjög vinsælt verk.

Chicago eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur unnið til fjölda verðlauna. Söngleikurinn var frumsýndur á Broadway árið 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi. Hafa ófáar kvikmyndastjörnur tekið að sér aðalhlutverkin m.a. Pamela Anderson, Brooke Shields og Melanie Griffith. Samnefnd kvikmynd frá árinu 2002 með Catherina Zeta Jones, Rene Zellweger og Richard Gere í aðalhlutverkum sló einnig í gegn og vann til fjölda óskarsverðlauna m.a sem besta kvikmyndin.

Plakat fyrir söngleikinn var birt í gær en þar má sjá Jóhönnu Guðrúnu ásamt söng- og leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, sem fer með hlutverk Roxy.

Söngleikurinn Chicago verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í janúar 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Í gær

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Í gær

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Í gær

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Tölurnar sýna að húmor virkar“

„Tölurnar sýna að húmor virkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“