Æfingar standa nú yfir og birti söngkonan fyrstu myndina af sér í búning á Instagram í gær.
Margir bíða spenntir eftir að söngleikurinn verði frumsýndur í janúar 2023 enda mjög vinsælt verk.
Chicago eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur unnið til fjölda verðlauna. Söngleikurinn var frumsýndur á Broadway árið 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi. Hafa ófáar kvikmyndastjörnur tekið að sér aðalhlutverkin m.a. Pamela Anderson, Brooke Shields og Melanie Griffith. Samnefnd kvikmynd frá árinu 2002 með Catherina Zeta Jones, Rene Zellweger og Richard Gere í aðalhlutverkum sló einnig í gegn og vann til fjölda óskarsverðlauna m.a sem besta kvikmyndin.
Plakat fyrir söngleikinn var birt í gær en þar má sjá Jóhönnu Guðrúnu ásamt söng- og leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, sem fer með hlutverk Roxy.
Söngleikurinn Chicago verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í janúar 2023.