fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Geimverur, geðveiki eða leynileg tilraun stjórnvalda? – Leyndardómurinn um dauðann í skarðinu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 22:00

Líkin voru illa farin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúarlok árið 1959 lögðu níu þaulvanir göngumenn af stað í ferð og var ætlun þeirra að ná á topp fjallsins Otoerten sem er hluti af Úral fjallgarðinum í Rússlandi. Fyrirliði hópsins var hinn 23 ára Igor Alekseyevich Dyatlov og voru margir göngumanna ungir og fílhraustir háskólanemar, einnig reyndir göngugarpar. 

Igor Alekseyevich Dyatlov

Þegar að hópurinn skilað sér ekki heim voru sendir af stað leitarflokkar sem fljótlega fundu tjald hópsins. Smám saman fundust svo lík göngumannana í Dyatlov skarðinu, sem svo var síðar nefnt eftir fyrrnefndum Igor Alekseyevich. 

En aðkoman var slík að rúmlega sex áratugum síðar veltir fólk fyrir sér hvað í ósköpunum gæti hafa gerst. 

Fjórir af göngumönnunum níu.

Hálfnakin lík

Skorið hafði verið í tjaldvegginn innan frá og var það gjörónýtt. Fyrir utan leifarnar af tjaldinu var skópar. Það lá slóð frá tjaldinu og út í auðnina og hafði viðkomandi augljóslega verið berfættur. 

Fyrstu tvö líkin sem fundust voru í nálægum skógi, mennirnir voru á nærfötunum einu fata og skólausir. Annar þeirra hafði furðulegan fjólubláan húðlit og lak þykkur grár vökvi úr munni hans. Aðrir þrír leiðangursmenn fundust rétt hjá og höfðu þeir skurði á höndum og trjágreinar allt um kring sem benti til að þeir hefðu verið að reyna að klifra upp í trén með öllum ráðum.

Myndavél fannst um háls eins göngumanna. Á filmunni var að finna myndir af göngufólkinu sem sýna versnandi veður.

Síðasta myndin sem tekin var af hópnum.

Vantaði mestallt andlitið

Leitarmenn spurðu sjálfa sig hvað mögulega gæti hafa fengið fólkið til að hlaupa berfætt á undirfötunum einum út á landsvæði þar sem frostið er oft yfir -30 gráðum. Sérstaklega með tilliti til þess að sum líkin voru með hryllilega áverka. 

Það tók tvo mánuði að finna síðustu líkin. Þau voru jafnvel í enn vera ástandi og vantaði einn göngumanna tungu, augu, varir svo og hluta af andliti og höfuðkúpu. 

Tjaldsvæðið var í rúst.

Sovésk yfirvöld sýndu samt sem áður lítinn áhuga á að leysa gátuna og var málinu lokað með dánarvottorðum sem sögðu ,,óþekkt náttúruöfl” hafa valdið dauða fólksins. Það gerði aftur á móti lítið annað en að kynda undir samsæriskenningum sem enn lifa góðu lífi. 

Snjómaðurinn ógurlegi?

Sú kenning að fólk hafi farist í snjóflóði var með þeir fyrstu. Það var ýmislegt sem benti til að sú gæti hafa verið raunin, til að mynda óreiðan á tjaldstæðinu, einkennilegur fatnaðurinn og margir áverkanna. Fólkið hafði aftur á móti ekki kafnað eins og oftast vill vera með dauðsföll af völdum snjóflóða. Það var heldur ekkert sem benti til þess að snjóflóð hefði fallið, hvorki á svæðinu né höfðu veðurstöðvar orðið varar við slíkt. 

Lik tveggja úr hópnum.

Önnur kenning var sú að fólkið hefði verið myrt af Mansi þjóðflokknum sem bjó á á þessum slóðum. En Mansi fólkið þótti friðsælt, hafði aldrei skaðað ferðafólk, og ekkert sem benti til þess að það hefði nokkuð haft með dauðsföllin að gera. 

Svo eru það hinar langsóttari kenningar. Ein er að snjómaðurinn ógurlegi, eða óþekktir ættingjar hinnar goðsagnarkenndu veru, hafi ráðist á fólkið, önnur að geimverur hafi komið við sögu. 

Eitt líkanna.

Enn ein kenningin er að hópurinn hafi orðið fórnarlamb einhverjar skelfilegar tilraunar á vegum sovéskra stjórnvalda eða jafnvel að einn úr hópnum hafi misst vitið og drepið félaga sína og framið svo sjálfsvíg. 

Of leiðinleg niðurstaða?

Með árunum urðu kenningarnar svo margar og raddirnar svo háar að rússnesk stjórnvöld létu gera rannsókna á dauðsföllunum. Sú var afar ítarleg, tók fjögur ár, og árið 2019 kom út skýrsla rannsóknarnefndarinnar sem staðfesti upprunalega niðurstöðu að snjóflóði hefði verið um að kenna. 

Ein úr hópnum eftir að hafa verið grafin úr snjónum. Hún lá við grjóthnullung, líkt og í felum.

En það gerði lítið sem ekkert til að stöðva samsæriskenningasmiði. Einn af nefndarmönnum, svissneskur sérfræðingu, sagði í viðtali að fólki þætti niðurstaðan ekki ,,nógu skemmtileg” og ,,of venjuleg.” Sjálfur teldi hann að fólkið hefði látist í flekahlaupi sem hafi kramið tjaldið svo fólkið hefði skorið sér leið út og hlaupið á örvæntingarfullum flótta undan hlaupinu.

Þessi mynd af filmunni þykir hvað áhugaverðust. Hver eða hvað er þetta?

Feluleikur stjórnvalda?

Og þegar að aðrir níu göngumenn hurfu á nákvæmlega sama stað, í Dyatlov skarðinu, á sama árstíma árið 2021, fylltust margir örvæntingu um að sagan væri að endurtaka sig.  

Sem betur fer fannst sá hópur fljótlega heill á húfi, fólkið hafði lokast af vegna veðurs og misst samband vegna bilaðar í búnaði. Dularfyllra var það nú ekki. 

Unga fólkið sem lést í skarðinu.

En enn þann dag í dag er fjöldi fólks sem finnur holur í niðurstöðum skýrslunnar og telur að stjórnvöld í Rússlandi séu að blekkja fólk, líkt og forverar þeirra í Sovétríkjunum sléttum 60 árum fyrr.

En hvað stjórnvöld eru þá að fela veit enginn fyrir víst. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“