Hún gekk með og fæddi barnabarn sitt. Amman bauðst til að vera staðgöngumóðir fyrir son sinn, Jeff, 33 ára, og eiginkonu hans Cambriu, 30 ára, eftir að Cambria þurfti að gangast undir lífsnauðsynlegt legnám eftir fæðingu tvíbura þeirra. Þau áttu fyrir aðra tvíbura og er því yngsta barnið það fimmta.
„Allt gekk vel og við erum svo heppin með hana,“ sagði Nancy í samtali við People eftir fæðinguna.
Fæðingin tók níu klukkutíma og sagði Nancy að það hefði verið „einstök og andleg reynsla.“ Hún viðurkenndi að hún hafi átt erfitt með aðskilnaðinn við nýfædda barnið.
„Þó svo að ég vissi að barnið væri að fara til sonar míns, þá var samt smá tómleiki innra með mér,“ sagði hún.
Nancy ætlar að taka sér frí frá vinnu og skrifa bók um upplifunina.
Jeff og Cambria kynntust ung og vissu alltaf að þau vildu stóra fjölskyldu. Það tók þau sex ár að eignast tvíburana Veru og Ayvu, 4 ára. Þau eignuðust Diesel og Luca, 13 mánaða, eftir glasafrjóvgun.
Eftir seinni fæðinguna neyddist Cambria að gangast undir legnám. Það var þá sem Nancy steig inn sem hetja fjölskyldunnar. Hún hóf hormónameðferð í janúar 2022 og varð ófrísk í febrúar 2022 eftir glasafrjóvgun.
Cambria nýtur vinsælda á samfélagsmiðlum og tjáði sig um ferlið í færslu á Instagram á dögunum. Hægt er að lesa ítarlegt viðtal við fjölskylduna og skoða fleiri myndir á vef People.
View this post on Instagram