fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Týndu tólf tommurnar – Leyndardómurinn um lókinn á Raspútin

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 4. nóvember 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vilja meina að munkurinn Raspútin hafi átt stóran þátt ikeisaraveldii Rússlands féll . Raspuúin var margbrotinog að mörgu leyti heillandi einstaklingur sem virsti hafa dáleiðandi áhrif á fólk. Hann taldi keisaraynjunni trú um að hann hefði yfirnáttúrlega hæfileika til að lækna son hennar af dreyrasýki.

Raspútín.

Raspútin lifði engu munkalífi enda tilheyrði hann lítill reglu innan rétttrúnaðarkirkjunnar sem hvatti til fjörugs ástarlífs.

Hann svaf hjá fjölda kvenna, meðal annars kvenna meðal hástéttarinnar, og er sagt að konur hafi beinlínis hangið á hurðarhúninum til að fá að elskast með honum. Lengi vel var orðrómur um að sjálf keisarynjan hafi verið í flokki bólfélaga en það er afar ólíklegt og sennilegast var þeirri kjaftasögum komið af stað af þeim sem var í nöp við keisarafjölskylduna.

Raspútín hreinlega óð í kvenfólki.

Það verður seint sagt að Raspútín hafi verið fríður maður.  Né þrifinn. Raspútin var þekktur fyrir að fara aldrei í bað og mun fnykurinn hafa endurspeglað það. Einu sinni skipti hann ekki um nærföt í sex mánuði.

En kannski það hafi heillað dömurnar að Raspútin var vaxin niður eins og hestur. Sagt er að félaginn hafi verið hvorki meira né minna en 12 tommur.

Raspútín var hataðasti maður Rússland vegna áhrifa hans á keisarfjölskylduna. Töldu margir að hann gæti leitt Rússland í glötun. Því var gert gert samsæri um að ráða honum bana.

Líkið af Raspútin. Hvort að skaufinn var enn á sínum stað við myndatökuna verður aldrei vitað.

Það gekk aftur á móti frekar illa að drepa karlinn. Hann var laminn, skotinn og stunginn en lifði allar árásirnar af. Það var ekki fyrr en Raspútin var hent í á að hann loksins drukknaði.

Rússneski kuldinn gerði það að verkum að líkið var í býsna góðu ástandi þegar það var fiskað upp. Og af óþekktum var hinn frægi limur af Raspútin skorin af. Vilja sumir eigna fanatískum aðdáanda munksins eða aðrir segja að um einn banamanna hans hafi verið að ræða.

Sagt er að Maria Rasputin hafi farið til Frakklands að ná í typpið.

Sagan segir að einhvern vegin hafi hafi rússneskar aðalskonur sem flúðu byltinguna til Parísar komist yfir skaufann. Og í París hafi hann í leynd verið dýrkaður sem frjósemistákn. Munur barnlausar konur hafa kropið við grána og beðið hann um aðstoð við frjóvgun. Það voru einnig sögur í gangi um að konur hafi jafnvel skorið litla bita af limnum og borðað til að auka líkur sínar. Þess í milli var gripurinn geymdur á ís.

Á þriðja áratugnum komst dóttir Raspútín, María, komist að því að typpi föður síns væri dýrkað í Frakklandi. María var langt því frá að vera sátt við það og skundaði til Frakklands og sótti það sem eftir var af pabba.

Og með Maríu hvarf hinn frægi skaufi Raspútíns.

Þurrkuð sæbjúgu geta ruglað hvern sem er í ríminu.

Það er allt til 1994.

Safnari nokkur kvaðst hafa komist yfir liminn og var hinn stoltasti. Sagðist hann hafa komist yfir liminn þegar að eigur Maríu Raspútín voru seldar eftir fráfall hennar.

Við nánari rannsókn reyndist hinn ógeðfelldi gripur aftur á móti vera þurrkað sæbjúga.

Ekki fer fleiri sögum af hinum fræga besefa fyrr en er safn nokkurt  í Pétursborg, er sérhæfir sig í erótískum munum, gaf út tilkynningu. Í glerkrukku á safninu liggur stór, grá klessa í súr sem talsmenn safnsins sverja fyrir að sé getnaðarlimur Raspútin.

Allar 12 tommurnar.

Það fer ekki mikið fyrir safninu sem hýsið gripinn.

Eigandi safnsis, dr. Igor Knyazkin, leiðir einnig rannsóknir á blöðruhálskirtli við rússnesku náttúruvísindaakademíunar. Hann hefur aldrei viljað gefa upp hvar hann fékk félagann en segis  99% viss um að um getnaðarlim Raspútíns sé að ræða.

Dr. Knyazkin er afar stoltur af gripnum. ,,Það er engin ástæða til að öfundast út í bandarísk söfn. Þau hafa bara typpið af Napóleón, sem er bara 4 sentímetrar. Það er ekkert í samanburði við okkar 30 sentímetra.

Hér er hann í öllu sínu veldi. Eða hvað?

Hvort raunverulega er um lim Raspútin að ræða eða hvort hann tók fermingarbróðurinn með sér í gröfina verður aldrei vitað enda ekki til neinar staðfestar heimildir um örlög limsins.

En eitt er þó morgunljóst. Þegar kemur að söfnum skiptir stærðin augljóslega máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger