fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Ritdómur: Skrautlegar persónur, nöturlegur húmor og ljóslifandi tíðarandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið væri óbærilegt ef það væri ekki svona fyndið, er hugsun sem skýtur upp kollinum við lestur skáldsögu Einars Arnar Gunnarssonar, Ég var nóttin. Sagan lýsir harmþrungnum örlögum sem langvarandi sjálfsblekking, trúgirni og bábiljur valda í lífi persónanna. Aðalpersónan er ungur  lögfræðinemi sem misst hefur móður sína í slysi en er að missa föður sinn í klær sértrúarsöfnuðar. Laganeminn leigir herbergi hjá skrautlegum hjónum sem virðast vera í litlu sambandi við raunveruleikann og dregst smám saman inn í furðulegt líf þeirra, sjálfsblekkingu og hugaróra.

Það er mjög harmrænn undirtónn í þessari sögu en hún er engu að síður – eða kannski þess vegna – alveg afskaplega fyndin. Þetta er líklega með fyndnari skáldsögum sem ég hef lesið í seinni tíð og einhvern veginn er nöturlegur húmorinn í henni um leið hlýr. Persónurnar eru dregnar sundur og saman í háði og gjörsamlega berskjaldaðar í firringu sinni en vekja um leið samúð.

Ég var nóttin er mjög íslensk saga. Hún lýsir dæmigerðum Íslendingum af gamla skólanum sem skeyta lítt um rökhugsun, gangast upp í sögumennsku, kukli og hjátrú og eru ekki alltaf með báða fætur fasta á jörðinni.

Sagan gerist árið 1985 og endurspeglar afar vel liðinn tíma. Þar spillir eflaust ekki fyrir að höfundur vinnur söguna að hluta upp úr styttri sögu sem kom út í kringum 1990. Með öðru áhlaupi á þennan liðna tíma nær hann líklega að meitla tíðarandalýsingu sína enn betur en ella.

Tilfinningin hjá þessum lesanda, sem lifði og man vel eftir þeim tíma sem sagan lýsir, var þá ungur maður, er sú að um leið og sagan lýsi þessum tíma vel þá opinberi hún að ýmislegt hefur hefur breyst í þessu samfélagi, jafnvel í kjarna menningarinnar. Sú tilfinning verður mjög áleitin við lestur ýmissa samtala í sögunni að bókmenntir hafi verið fleira fólki mikilvægari en þær eru í dag, þær hafi hjá mörgum hreinlega verið mál málanna. Því þó að bókmenntaáhugi sé vissulega þokkalega útbreiddur í dag og bóklestur enn nokkuð mikill þá eru bókmenntir ekki eins miðlægar og þær voru hjá stórum hluta þjóðarinnar á þessum tíma, jafnvel hjartans mál fólks, en ekki bara dægradvöl.

Þrátt fyrir skrautlegar og eftirminnilegar persónu er tíðarandinn kannski stærsta persónan í þessari sögu, hann afar vel framkallaður hjá höfundi og vekur upp hugrenningar um hvað kann að hafa breyst og hvað haldist óbreytt í samfélagi okkar. Síðan spillir ekki fyrir að sagan er, með sínum mikla og neyðarlega húmor, mikill skemmtilestur.

 

Einar Örn Gunnarsson: Ég var nóttin

Skáldsaga

Útgefandi: Ormstunga

224 bls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“