fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Töfrar jólanna á fallegu heimili Þórunnar Högna

Fókus
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 17:30

Þórunn Högna stílisti og fagurkeri með meiru elskar jólin og skreytir heimilið sitt hátt og lágt. Í þættinum Matur og heimili í kvöld sviptir Þórunni hulunni af jólalitunum sínum í ár. MYND/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld verður byrjað að telja niður í jólin. Innlit á falleg heimili í jólabúninginn verða í forgrunni þar sem töfrar jólanna gerast. Sjöfn heimsækir Þórunni Högnadóttur stílista og fagurkera með meiru. Þórunn elskar þennan árstíma og er búin að skreyta allt heimilið hátt og lágt, meira segja dekka jólahátíðarborðið.

„Ég elska jólin og þetta er uppáhalds árstíminn minn, ef einhver getur skreytt yfir sig þá er það örugglega ég,“ segir Þórunn og hlær. Þórunn byrjar ávallt snemma að skreyta og er helst búin að skreyta heimilið fyrir aðventuna. Þórunn býr yfir listrænum hæfileikum og svo er hún líka svo hugmyndarík. Hún segist aldrei vera með það sama þó hún nýti sama jólaskrautið aftur og aftur. „Eins og kransarnir mínir, ég skipti oft um litaþema og sama á við kertin,“ segir Þórunn og bætir við að sama eigi við jólatrésskrautið. Hún sé ávallt með eitthvað þema og í ár séu það glærir glersteinar sem hún sé búin að eiga lengi. „Ég er svo hrifin af svona glingri.“

Þemað í jólaskrautinu er breytilegt frá ári til árs og sviptir Þórunni hulunni af jólalitunum sínum í ár í þættinum.

Missið ekki af einstaklega fallegu jólainntili til Þórunnar.

Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins:

Matur og heimili stikla 29. nóvember 2022
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 29. nóvember 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“
Hide picture