fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Kristín Þóra um baráttuna við kulnun og örmögnun – „Ég vildi óska þess að ég hefði haft kjarkinn til að staldra við aðeins fyrr“

Fókus
Mánudaginn 28. nóvember 2022 11:00

Kristín Þóra Haraldsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir steig á dögunum fram í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Okkar á milli á RÚV og opnaði sig um glímu sína við langvarandi streitu sem varð til þess að hún veiktist alvarlega og örmagnaðist.

Glíma við gleymsku og eigin fordóma fyrir veikindunum

Óhætt er að segja að viðtalið hafi vakið mikla athygli. Streitan í lífi hennar, sem hafði alltaf að einhverju leyti verið til staðar, stigmagnaðist þar til að kerfið hennar var orðið yfirþanið og hún byrjaði að glíma við ýmiskonar fylgikvilla eins og  gleymsku og grátköst við minnstu uppákomur. Hún þurfti að fara í veikindaleyfi og endurhæfingu og yfirstíga eigin fordóma og horfast í augu við að hún var að glíma við raunveruleg veikindi.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og Kristín Þóra birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún þakkaði vinum og ættingjum fyrir viðtökurnar og sagði að sér þætti dýrmætt að viðtalið virtist hafa opnað augu einhverra. Þða hafi verið stórt skref í bataferli hennar að stíga fram í viðtalinu og segja sögu sína enda hafi hún ekki getað viðurkennt þetta fyrir nokkrum manni fyrst um sinn.

Streita er ekki hættuleg

Eins og gefur að skilja er þó ekki hægt að koma öllu að í stuttu viðtali og segist Kristín Þóra vilja hamra betur á nokkrum atriðum. Til að mynda að streita sé ekki hættuleg heldur eðlilegur hluti af lífinu.

„Lífið er uppfullt af streitu og hún er partur af lífinu. Margt sem við gerum og er skemmtilegt býr til streitu, til dæmis að undirbúa brúðkaup og stórveislur. Svefnlausar nætur með dýrmætum börnum okkar, krefjandi nám sem mun færa okkur þá þekkingu sem við viljum búa yfir. Frumsýningar og vinnutarnir.
Svo er auðvitað neikvæða streitan sem eru áföllin, það sem er eingöngu erfitt og oft á tíðum ósanngjarnt, veikindi maka og barna, geta ekki sett mörk og svo framvegis. Svo eru það karakter einkenni sem bæði stækka okkur og skapa streitu, til dæmis fullkomnunarárátta,“ skrifar Kristín Þóra.

Hún bendir á að tímabundin streita geti þjálfað upp streitu og er mikilvægt til að styrkja taugakerfið en það séu mörk.

„Þegar streitan er orðin langvarandi og taugakerfið fær aldrei hvíld (sitja í sófanum yfirspennt og geta ekki sleppt takinu á neikvæðum hugsunum, listunum yfir það sem þarf að gera, fullkomnunarárátta er ekki hvíld) þá fer hún að veikja líkamann. Það verður rýrnun á gráa efni framheilans og mandlan [í heilanum] (e. amygdalan) stækkar. Það er það sama og gerist i heilabilun. Þá ertu komin í stanslaust streitu ástand, rökhugsunin svo gott sem farin og kerfið spýtir út streituhormónum linnulaust óháð aðstæðum. Sem hefur svo áhrif á líffærin og meltinguna. Mér var stanslaust óglatt og illt í maganum, með svo skrjáf þurran munn þegar ég vaknaði að mér var illt í tungunni,“ skrifar Kristín Þóra.

Niðurrif og skömm

Hún segir að eftir að hún hafi rekist á vegg af fullum krafti hafi hún sofið hræðilega fyrstu mánuðina, jafnvel þó hún væri svakalega þreytt. Hún hafi glímt við nætursvita og martraðir og stundum upplifað eins og líkaminn væri sofandi en hún sjálf vakandi.

Þá hafi hún glímt við ótrúlega þreytu, svo djúpa að það væri eins og hún væri með blý í líkamanum.

„Og hún bara fer ekki, sama hvað. Stundum var of mikið að fara i sturtu og ég þurfti að sofa i nokkra klukkutíma á eftir. Suma daga voru svo mikil þyngsli í líkamanum að mér fannst erfitt að halda á penna og hnífapörum,“ skrifar leikkonan.

Þá hafi hún stundum átt erfitt með andadrátt og stundum upplifað eins og hún væri hreinlega að kafna og ímyndað sér að hún væri með æxli í öndunarfærunum eða annarsstaðar í líkamanum.

„Svo var það niðurrifið. Að vera svona mikill aumingi. Glötuð. Hræðileg mamma, maki. Ömurleg vinkona Glötuð samstarfskona. Ég væri léleg leikkona en hefði bara verið heppin, á rangri hillu í lífinu en of vitlaus til að læra eitthvað annað. Hvers konar manneskja sligast þegar hún á svona frábært líf? Stanslaust kvíðin og grátköst.
Og skömmin. Helvítis skömmin,“ skrifar Kristín Þóra.

Þá segist hún gjarnan hafa viljað ræða betur hversu ástandið sé erfitt fyrir maka þeirra sem lenda á slíkum vegg. Sérstaklega þegar ekki er nægilega skýrt að um sé að ræða raunveruleg veikindi en ekki leti og viðkvæmni.  Hún og maðurinn hennar hafi verið svo heppin að fá að setjast niður og ræða við vinahjón þar sem annar aðilinn hafði gengið í gegnum svipaða baráttu og það hafi verið ómetanlegt.

Hjálpar vonandi einhverjum að taka í bremsuna

Hún segist vona af öllu hjarta að viðtalið verði til þess að einhverjir taki í bremsuna og fari betur með sig áður en örmögnunin taki yfir. Sjálf hafi hún ekki hlustað og valið að stoppa heldur hafi veggurinn stoppað hana af.

„Ég vildi óska þess að ég hefði haft kjarkinn til að staldra við aðeins fyrr,“ skrifar hún.

Þá telur hún að lokum upp nokkra þætti sem að hafi hjálpað henni í baráttunni:

  • Frábærum geðlækni sem bæði skrifaði upp a lyf sem eg nauðsynlega þurfti og hlustaði vel á mig og ráðlagði mér. Eg hitti hann mjög reglulega og geri enn.
  • VIRK.  Ómetanlegt að vera með ráðgjafa sem sagði þú ert bara að fara á eitt námskeið í einu. Sem hjálpaði mér þegar eg var að fara að stað aftur í smá vinnu og gjörsamlega fríkaði út.
  • Frábærum námskeiðum – þar á meðal Streita og Kulun – birtingarmyndir og bjargráð, Primal Strength – sigrum streituna (sem var byltingarkennt fyrir bata hennar), Aukin einbeiting og betra minni hjá Smára Pálssyni sérfræðingi í klínískri taugasálfræði og Núvitund og samkennd í eigin garð hjá Núvitundarsetrinu.
  • Iðjuþjálfun
  • Sjúkraþjálfun
  • EMDR meðferð
  • Öndunaræfingar
  • Eiga vinkonu og vini sem tóku henni eins og hún er og tóku því ekki persónulega þegar hún mætti ekki á eitt eða neitt. Kristín Þóra segir að enn í dag komist hún ekki á allt sem hún vill fara á því hún þurfi að vera meðvituð um orku sína

Hér má lesa pistil Kristínar Þóru í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“