fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Selena mótaði margar þekktustu söngkonur okkar tíma – Stórstjarnan sem var myrt aðeins 23 ára gömul

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undan stjörnum á við Jennifer Lopez og Selenu Gomez var Selena Quintanilla-Pérez, sem var og er enn, talin ein helsta stórstjarna rómönsku Ameríku. Meðal annars valdi hið virta tónlistartímarit, Billboard, Selenu sem þriðja áhrifamesta tónlistarmann rómönsku Ameríku árið 2020, 25 árum eftir fráfall hennar.

Selena var aðeins 23 ára þegar hún var myrt af vinkonu sinni og formanni aðdáendaklúbbs síns, Yolanda Saldívar. 

Þrátt fyrir að rúmur aldarfjórðungur sé liðin frá morðinu á hinni ungu, glæsilegu og afa hæfileikaríku söngkonu, heldur líf hennar, og dauði, áfram að heilla fólk. 

Selena mótaði klæðaburð og sviðsframkomu fjölda söngkvenna sem á eftir henni komu.

Selena var fædd árið 1971 og var aðeins sex ára þegar snemma að koma fram og syngja ásamt eldri systkinum sínum. En Selena var frá upphafi stjarnan og ákvað faðir hennar að taka hana úr skóla aðeins fjórtán ára gamla til að hún gæti einbeitt sér að tónlistarferli sínum. 

Selena Quintanilla Hologram Could Go on Tour in 2018 | TimeSelena fór snemma óhefðbundnar leiðir jafnt i sviðsframkomu, fatnaði en ekki síst vali á tónlist. Selena var ein fyrsta konan til að einbeita sér að ,,Tejano” tónlist, blöndu mexkóskrar og bandarískrar tónlistar með evrópskum áhrifum sem þá var almennt ekki flutt af konum, hvað þá unglingsstúlku sem kaus að fara sínar eigin leiðir. 

Söngstíll, fataval og sviðsframkoma Selenu átti eftir af hafa gríðarleg áhrif á stjörnur eins og Madonnu, Jennifer Lopez og Beyonce, svo aðeins fáar séu nefndar. 

Ferill Selenu fór á flug þegar að vann verðlaun sem besta Tejan söngkonan, aðeins 16 ára. Verðlaun sem hún átti eftir að hjóta hvorki meira né minna en níu sinnum á sinni ungu ævi.

Selena var 18 ára þegar hún gerðir samning við EMI plöturisann og næstu árin átti hún eftir að selja 18 milljónir eintaka af hljómplötum sínum. Selena raðaði að sér verðlaunum, meðal annars Grammy verðlaunum, og er meðal helstu sporgöngumanna í að gera latneska tónlist jafn vinsæla í Bandaríkjunum og síðar varð. 

Hún vann Grammy verðlaun árið 1994 fyrir bestu latnesku breiðskífuna sem þá varð ein allra söluhæsta plata, sungin á spænsku, sem gefin hafði verið út í Bandaríkunum. Selena var dýrkuð og dáð í rómönsku Ameríku og við það að verða sama súperstjarnan norðan landamæranna. Hún var þó aðeins 21 árs gömul.

Selena var orðin verðmætt vörumerki og virtist eftirspurn eftir öllu tengdu Selenu endalaus. 

Selena hafði sinn einstaka fatastil og hóf þvi að hanna fatnað í eigin nafni og fljótlega bættist snyrtivörulina við. Faðir Selenu vissi að það þurfti að hafa ábyrga manneskju við stjórnina og réð formann stærsta aðdáendaklúbbs Selenu, Yolanda Saldívar, til verksins.

Það var misráðið.

Yolanda hafði litla sem enga reynslu af viðskiptum og töldu margir hana í þokkabót tæpa á geði. Fjölskyldan var vöruð við að aðdáun Yolanda væri frekar þráhyggja og víst er að margar viðskiptaákvarðana Yolanda voru afar sérkennilegar. 

Selena fór að heyra af því að Yolanda réðist með offorsi að fólki henni nákomnu þar sem hún taldi sig eina vera ,,hinu sönnu vinkonu” stjörnunnar. Enginn annar mátti koma nálægt Selenu án þess að Yolanda hreinlega missti sig.

Í ofanálag kom í ljós að Yolanda hafði leynt og ljós stolið frá Selenu. 

Þegar að Selena kallaði Yolanda á sinn fund, þann 31. mars 1995, og krafðist þess að sjá fjárhagsyfirlit dró Yolanda upp byssu og beindi að stjörnunni. Þegar að Selena reyndi að flýtja skaut Yolanda hana. Selena var úrskurðu heiladauð á sjúkrahúsi nokkrum klukkutímum síðar.

Selena var 23 ára gömul þegar hún lést.

Yolanda var formaður stærsta aðdáendaklúbbs Selenu.

Yolanda flúði en eftir 10 tíma samningaviðræður við lögreglu gafst hún upp. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en heldur enn fram að skotið hafi verið af slysni. Flestir telja þó aftur á móti að örvænting Yolanda við að vita að henni yrði afneitað af manneskjunni sem hún dýrkaði og í ofanálag kærð fyrir fjársvik hafi verið ástæða morðsins.

Minning Selenu lifir enn. Gerð var kvikmynd um ævi hennar og lék Jennifer Lopes stjörnuna, Götur, almenningsgarðar og skólar eru nefndir í höfuð henni svo og árleg tónlistarhátíð. Það er að finna fjölda stytta af henni í Mexíkó og Texas, bækur hafa verið skrifaðar og nýlega framleiddi Netflix þáttaröð um Selenu, hinn afar hæfileikaríka frumkvöðul sem lést langt fyrir aldur fram. Vegna græðgi og öfundar einnar konu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi