Kristján Einar, eða Kleini eins og hann kallar sig á samfélagsmiðlum, var vistaður í héraðsfangelsinu í Malaga í átta mánuði og losnaði úr varðhaldi fyrir nokkrum dögum.
Sjá einnig: Kristján Einar fær hlýjar kveðjur frá Ísdrottningunni
Kristján Einar greindi frá atvikinu á Instagram í gær.
„Ég var kominn í klíkuna með Pólverjunum. Þeir lánuðu síma yfir til Spánverjanna og þegar honum var skilað þá var raki í honum og úr því varð „riot“. Fyrir þau sem vita ekki hvað „riot“ er þá er það bara hópslagsmál á milli klíka. Og í þeim óeirðum var ég stunginn tvisvar,“ segir hann og birtir mynd af stungusárunum.
Kristján sagðist koma til Reykjavíkur á morgun og verður þar í nokkra daga og ætlar þá að segja sögu sína.
„Takk fyrir öll fallegu skilaboðin elsku Ísland,“ sagði hann.
Sjá einnig: Kristján Einar segist hafa verið í baráttu við íslensk yfirvöld í 4 ár – Vill flytja inn þetta gæludýr
View this post on Instagram