fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Hlýlegt og persónulegt innlit á heimili Sævars og Lárusar

Fókus
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 16:00

Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurð Lárusson á fallegt heimili þeirra sem þeir hafa búið sér í Laugarneshverfinu. MYND/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþátturinn Matur og heimili verður að vanda á dagskrá Hringbrautar í kvöld. Sjöfn Þórðar heimsækir þá Lárus Sigurð Lárusson og Sævar Þór Jónsson lögfræðinga, á heimilið þeirra og sonarins, sem er einstaklega fallegt þar sem hlýleikinn er í forgrunni.

Húsið er staðsett í Laugarneshverfi á fallegum og grónum stað þar sem veðursæld ríkir. Húsið er æskuheimili Sævars og hefur þeim tekist vel til við að viðhalda því og endurgera rýmin þar sem þeir hafa lagt sig fram að halda í sérkenni hússins sem Sævar er alinn upp í.  En um leið sett sitt mark á eigið heimili enda virðulegt og fallegt hús.

Það má með sanni segja að persónuleiki þeirra skíni í gegn á heimili þeirra og gömlu hlutirnir í bland við þá nýju gefi heimilinu þann anda sem þar ríkir. Húsið er á þremur hæðum og hver hæð hefur sinn sjarma. Þegar Sjöfn spyr þá hvernig þeir myndu lýsa heimilisstílnum sínum segja þeir að hann vera hlýjan, klassískan með blönduðu ívafi.

Þeir eru búnir að gera upp húsið að innan og fengu meðal annars Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttur hjá HAF STUDIO til að hanna eldhúsið á jarðhæðinni eftir sínum óskum með frábærri útkomu þar sem gamli og nýi tíminn mætast á fallegan hátt.

„Hjarta heimilisins slær hér í eldhúsinu og stofunni á miðhæðinni,“ segir Sævar og er mjög ánægður með hversu vel tókst til með eldhúsið og geta opnað út og gengið út garð beint úr eldhúsinu.

Á heimilið þeirra er að finna mikið bókum, geisladiskum með tónlist og myndlist á veggjum. „Það eru bækurnar, myndlistin og tónlistin sem er okkur afar kær og litar heimilið okkar,“ segir Sævar. Lárus tekur undir sama streng segir fátt jafnast við á við að hlusta á fallega tónlist, það sé hans hugleiðsla enda lærður óperusöngvari.

Falleg og einlæg heimsókn til þeirra Sævars og Lárusar í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins:

Matur og heimili stikla 22. nóvember
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 22. nóvember

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“
Hide picture