fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Kristján Einar fær hlýjar kveðjur frá Ísdrottningunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. nóvember 2022 10:05

Kristján Einar og Ásdís Rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir sendir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni fallega kveðju eftir að hann losnaði úr varðhaldi á Spáni.

Kristján Einar, eða Kleini eins og hann kallar sig á samfélagsmiðlum, var vistaður í héraðsfangelsinu í Malaga í átta mánuði og losnaði á dögunum.

Sjá einnig: Kleini er laus úr steininum á Spáni eftir átta mánuði – „Og hef ég sögur að segja, madre mia“

Kristján Einar er sjómaður og áhrifavaldur. Hann greindi frá því á samfélagsmiðlum um helgina að hann væri frjáls maður og hefði sögur að segja.

Hann birti síðan færslu á Instagram og sagðist „formlega“ vilja „þakka Guði fyrir lífið.“

Ásdís Rán sendi honum hlýja kveðju. „Þetta hafa verið erfiðir mánuðir. Velkominn til baka og gangi þér vel,“ sagði hún.

Kristján Einar svaraði henni með hjarta.

Skjáskot/Instagram

Það hlýtur að vera góð tilfinning að vita af Ásdísi Rán í sínu horni á þessum þungbæru tímum.

Mættur til baka

Instagram-síða Kristjáns hefur legið í dvala undanfarna mánuði en hann ætlar sér greinilega að taka upp þráðinn að nýju og vinna sér aftur sess sem einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, en hann hefur verið mjög virkur á miðlinum síðan á laugardaginn og birt fjölda færslna í Story frá Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar