Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður með meiru, er loks laus úr varðhaldi á Spáni eftir átta mánuða vist. Hann greinir frá þessu í færslu á Instagram-síðu sinni en þar má sjá hann á fallegri sólarströnd.
„Eftir átta mánuði í the Cárcel er ég frjáls – og hef ég sögu að segja. Madre mia!“ segir Kristján sem alla jafnan er kallaður Kleini, í færslu á Instagram-síðu sinni.
Kristján Einar er áhrifavaldurinn sem handtekinn var á Spáni
Kristján Einar var handtekinn í mars síðastliðnum, en heimildir herma að sakarefnið hafi verið þrjár alvarlegar líkamsárásir og hefur síðan verið vistaður í héraðsfangelsinu í Malaga.
Kristján Einar komst í sviðsljósið þegar hann fór að slá sér upp með tónlistarkonunni Svölu Björgvins en sambandið þeirra fjaraði út um svipað leyti og handtakan átti sér stað.