Í þættinum Eyfi+ sem sýndur var á Hringbraut í gær tók Bjartmar Guðlaugsson lagið Týnda kynslóðin af plötunni Í fylgd með fullorðnum sem kom út 1987.
„Ég er bara að lýsa hlutum, ég er ekkert að semja í fyrstu persónu, þetta er ekkert tengt mér sérstaklega“ segir Bjartmar, en hann hafi fylgst með eldri systrum sínum túbera sig, maskara og fara á ball þegar hann var krakki og það hafi verið innblástur að texta lagsins.
Nafnið týnda kynslóðin vísi til kynslóðarinnar sem fann sig hjá Ólafi Laufdal á Hollywood.
Bjartmar segist alltaf flytja lagið undir lok tónleika hjá sér og að honum þyki vænt um það, í því sé ekkert verið að skjóta á fólk, í því séu engir fordómar, bara allir jollý.
Hægt er að sjá umræðu um lagið og hlusta á lagið sjálft í spilaranum hér að neðan.
Þátturinn Eyfi+ er sýndur á föstudagskvöldum á Hringbraut, Eyjólfur Kristjánsson og Einar Örn Jónsson fá til sín góðan gest í hverjum þætti en allan fyrsta þáttinn má finna hér.