fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Síðustu dagarnir í lífi Aarons Carter

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. nóvember 2022 09:59

Aaron Carter. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Aaron Carter fannst látinn á heimili sínu laugardaginn 5. nóvember síðastliðinn, aðeins 34 ára gamall. Dánarorsök hans hefur ekki verið opinberuð en talið er að hann hafi drukknað í baðkari.

Umboðsmaður Aarons, Taylor Helgeson, greinir frá síðustu dögunum í lífi söngvarans. Í samtali við Page Six rifjar hann upp hversu „grannur“ og „virkilega þreytulegur“ Aaron var þegar þeir hittust síðast.

Taylor hafði verið umboðsmaður Aarons í átta mánuði. Þeir hittust í upptökuveri til að vinna í nýju plötunni vikuna sem söngvarinn lést. En þegar hann sá ástandið á Aaron varð hann mjög áhyggjufullur en einnig ögn ringlaður því honum þótti líkamlegt ástand Aarons ekki passa við andlegt ástand hans.

„Hann leit út eins og að hann ætti að vera að gera allt nema að vinna. Hann leit út eins og einhver sem þurfti að láta hugsa um sig,“ segir Taylor.

Útilokar sjálfsvíg

Á meðan Aaron virtist illa á sig kominn „líkamlega“ þá var hann „andlega spenntur“ að sögn Taylor, með margar hugmyndir um tónlistarferil sinn, meðal annars langaði hann að gefa út nýja plötu.

„Hann var spenntari en ég hafði séð hann í marga mánuði […] Aaron var mjög gáfaður og meðvitaður um það sem fólk vildi fá frá honum.“

Umboðsmaðurinn segir spennu Aarons fyrir framtíðinni útiloka að hann hafi tekið eigið líf.

„Hann var gaur með mikið í gangi. Við vorum með svo mikið í gangi og þú veist, Aaron er mjög hreykinn líka. Það er ekki hans stíll.“

Bræðurnir Nick og Aaron Carter.

Opinn um baráttu sína við fíkniefni

Aaron hafði í gegnum tíðina gengist við því að reykja mikið gras og eins að hafa orðið háður ópíóðum eftir að læknir skrifað upp á oxycodone fyrir hann eftir að hann kjálkabrotnaði. Hann var opinn um baráttu sína við fíkniefni, í viðtali í ágúst sagði hann að það hefði tekið hann fjórar tilraunir í meðferð áður en hann náði undir sig fótunum.

Sjá einnig: Opnaði sig um baráttuna við fíknina í einu seinasta viðtalinu fyrir andlátið

Í september greindi hann frá því að hann væri kominn á göngudeild hjá meðferðarheimili og hann væri að vinna hörðum höndum í því að fá forsjá á ný yfir syni sínum, sem er ellefu mánaða gamall.

Aaron Carter byrjaði að gefa út tónlist aðeins sjö ára gamall og fetaði þannig í fótspor eldri bróður síns, Nick Carter sem var meðlimur í geysivinsælu strákasveitinni Backstreet Boys. Hann er hvað þekktastur fyrir lagið „I Want Candy“ sem kom honum rækilega á kortið á tíunda áratug síðustu aldar.

Sjá einnig: Barnsmóðir Aaron Carter rýfur þögnina um skyndilegt andlát hans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“