fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Galin ævintýri Vigdísar og Söru Rutar í New York – Kannabis, matareitrun og djamm

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. nóvember 2022 20:59

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Vigdís Howser Harðardóttir og vinkona hennar Sara Rut voru að birta myndband frá ferðalagi þeirra til New York.

Í samtali við DV segir Vigdís að þetta sé rétt svo bara byrjunin og þetta sé fyrsti þátturinn í seríu sem er lauslega byggð á vinsæla raunveruleikaþættinum Ameríski draumurinn.

Í fyrsta þætti fáum við að fylgjast með ævintýrum þeirra í New York. Eins og þegar þær fengu sér kannabis gúmmíbangsa áður en þær fóru að skoða Empire State bygginguna eða þegar Sara fékk matareitrun og ældi í glas á tónleikastaðnum þar sem Sigur Rós var að spila. Það er líka nóg um partí og alls konar skemmtilegheit.

Spenntar að gefa út meira efni

„Þetta er þáttur sem ég og Sara framleiddum og tókum upp og hún klippti. Við erum mjög spenntar fyrir því að gera eitthvað svona áfram. Þetta er svolítið svona í líkingu við Ameríska drauminn og Asíska drauminn sem Auddi og þeir gerðu. Það var svona upprunalega hugmyndin hjá okkur, að gera eitthvað svipað en bara; við stelpurnar að gera það,“ segir Vigdís í samtali við DV.

Hún segir að það væri draumur ef einhver myndi vilja gefa þættina út. „Vonandi finnst fólki þetta skemmtilegt. Þetta eru bara við að bulla í New York,“ segir hún og hlær.

„Við vorum í tvær vikur og tókum upp mjög mikið af efni, þetta er svona brot af því besta.“

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“