fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Galin ævintýri Vigdísar og Söru Rutar í New York – Kannabis, matareitrun og djamm

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. nóvember 2022 20:59

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Vigdís Howser Harðardóttir og vinkona hennar Sara Rut voru að birta myndband frá ferðalagi þeirra til New York.

Í samtali við DV segir Vigdís að þetta sé rétt svo bara byrjunin og þetta sé fyrsti þátturinn í seríu sem er lauslega byggð á vinsæla raunveruleikaþættinum Ameríski draumurinn.

Í fyrsta þætti fáum við að fylgjast með ævintýrum þeirra í New York. Eins og þegar þær fengu sér kannabis gúmmíbangsa áður en þær fóru að skoða Empire State bygginguna eða þegar Sara fékk matareitrun og ældi í glas á tónleikastaðnum þar sem Sigur Rós var að spila. Það er líka nóg um partí og alls konar skemmtilegheit.

Spenntar að gefa út meira efni

„Þetta er þáttur sem ég og Sara framleiddum og tókum upp og hún klippti. Við erum mjög spenntar fyrir því að gera eitthvað svona áfram. Þetta er svolítið svona í líkingu við Ameríska drauminn og Asíska drauminn sem Auddi og þeir gerðu. Það var svona upprunalega hugmyndin hjá okkur, að gera eitthvað svipað en bara; við stelpurnar að gera það,“ segir Vigdís í samtali við DV.

Hún segir að það væri draumur ef einhver myndi vilja gefa þættina út. „Vonandi finnst fólki þetta skemmtilegt. Þetta eru bara við að bulla í New York,“ segir hún og hlær.

„Við vorum í tvær vikur og tókum upp mjög mikið af efni, þetta er svona brot af því besta.“

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár