fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Var djúpt sokkinn í neyslu og meðlimur í hrottalegu glæpagengi – „Ég hef beitt fólki ljótu líkamlegu og andlegu ofbeldi“

Fókus
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 09:59

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicolai Engelbrecht er nýjasti gesturinn í nýjasta Podcastþætti Sölva Tryggvasonar. Nicolai var langt sokkinn í glæpaheim Kaupmannahafnar en hefur nú snúið við blaðinu og býr á Íslandi. Hann hefur undanfarin ár unnið við að aðstoða fólk, ekki síst fanga.

„Ég hef líklega kennt meira en þúsund föngum að hugleiða og mun halda því áfram. Ég sór þess eið að reyna að gera allt sem ég gæti til að hjálpa öðrum og að það væri mín leið til að reyna að bæta fyrir brot mín. Það hljómar kannski eins og klisja, en lótusblómið vex úr leðjunni og ef maður nær að hjálpa þeim sem eru líklegastir til að skaða aðra tel ég að maður sé að gera öllu samfélaginu mikið gagn. Ég mun halda því áfram á meðan ég stend upréttur,“ segir hann.

Flutti til Íslands fyrir 8 árum

Nicolai hefur meira og minna búið á Íslandi undanfarin átta ár, eftir að hafa lært yoga, kung fu og alls kyns óhefðbundnar aðferðir um allan heim. Hann segir það ekkert grín að koma sér út úr glæpaheiminum bæði sé allur félagsskapurinn þar og á ákveðnum punkti sé það beinlínis stórhættulegt að reyna að koma sér út úr glæpum.

„Ég var stanslaust með augu í hnakkanum og alltaf á varðbergi. Ég man eftir einu skipti þar sem ég var rændur og tekin af mér öll eiturlyfin sem ég var með á mér og þar með skuldaði ég stórhættulegum mönnum mikinn pening. Það er ekki eins og að gera greiðsluáætlun í bankanum að borga þessum mönnum til baka. Fólk sér kannski að ég er bara með eitt auga, eftir að ég lenti í sýruárás. Ég var kominn á hræðilegan stað og eitt skiptið endaði með því að hópur af mönnum mættu með sýru og ég fékk hana yfir allt andlitið,“ segir hann.

„Glæpaheimurinn í Kaupmannahöfn er ekkert skárri en það sem fólk sér í bíómyndum. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fundið leið út, annars hefði ég bæði haldið áfram að skaða annað fólk og sjálfan mig.“

Sá vini sína fara aðra leið

„Eftir að ég komst undan þessum heimi hef ég horft á suma af bestu vinum mínum fara aðra leið. Einum var stungið inn fyrir að stinga annan mann 33 sinnum, annar endaði á geðsjúkrahúsi og ég er í raun sá eini af tíu manna hóp sem slapp,” segir Nicolai, sem segir mjög erfitt að horfast í augu við gjörðir sínar eftir að hafa náð jafnvægi.

„Ég hef beitt fólk ljótu líkamlegu og andlegu ofbeldi og gerði hluti sem ég á mjög erfitt með að sætta mig við að ég hafi gert. Í allri neyslunni og brjálæðinu gerðust hlutir sem virka algjörlega óraunverulegir í dag. Sumt fólk get ég ekki einu sinni haft samband við til að biðjast afsökunar eða bæta fyrir brot mín, af því að það myndi valda meiri skaða. Það er hræðilega erfitt að horfast í augu við gjörðir sínar þegar maður á fortíð eins og ég. Fyrst um sinn eftir að ég var hættur að nota eiturlyf og þurfti að horfast í augu við þetta allt gat ég ekki ímyndað mér að það væri mögulegt að fyrirgefa sjálfum mér, en á endanum er það eina leiðin. Ég sór þess eið á ákveðnum punkti að vinna sjálfboðastörf fyrir fanga í jafnlangan tíma og ég var sjálfur í glæpum. Það er það sem ég hef reynt að gera undanfarin ár. Að hjálpa þeim sem eru líklegastir til að valda öðrum skaða. Þannig er ég vonandi að gera gagn.“

Var í glæpagengi í Danmörku

Hann segir í þættinum frá tímabilinu þegar hann var djúpt sokkinn í neyslu og meðlimur í einu versta glæpagengi Danmerkur.

„Besti vinur minn dó þegar ég var í grunnskóla og það hafði gríðarleg áhrif á mig. En ég var bara meðhöndlaður í menntakerfinu eins og óþekkur strákur og þróaði með mér mikinn mótþróa og fannst skólinn ekkert vilja gera fyrir mig. Ég sótti fljótlega í hóp sem mér fannst samþykkja mig meira og betur en skólinn og þá lá leiðin hratt niður á við. Þetta byrjaði smátt eins og hjá flestum sem leiðast út í glæpi. Lítill þjófnaður hér og þar og svo eitthvað fikt við eiturlyf, en svo byrjar afneitunin að taka við og maður selur sér að maður sé á betri stað en maður er í raun og veru. Þegar ég tók kókaín á hverjum degi bar ég mig saman við sprautufíkla og þegar maður selur vægari efni ber maður sig saman við þá sem selja harðari efni og svo framvegis. En 18-19 ára gamall var ég kominn á mjög dimman stað, þar sem ég var í því að flytja eiturlyf á milli landa, tók þátt í alvarlegu ofbeldi og var í raun í mikilli hættu,“ segir hann.

Augnablikið sem breytti öllu

Nicolai lýsir í þættinum þar sem hann fyrst fann alvöru löngun fyrir að breyta um lífsstíl.

„Það var kannski hégóminn í mér sem hjálpaði mér. Ég hef alltaf viljað líta vel út og hafa fallegt í kringum mig. Ég man eftir einum morgni þar sem ég vaknaði upp eftir svakalegt partý sem hafði staðið fram á morgun og umhverfið í íbúðinn var ógeðslegt. Ég stóð upp og horfði í kringum mig og sá vini mína í flottum fötum og merkjavöru með ælu og skít í kringum sig og það lágu sprautur og nálar á gólfinu. Það var allt viðbjóðslegt við þetta og ég man að þarna hugsaði ég að ég vildi aldrei aftur vakna upp á þennan hátt og þetta var fyrsta skrefið í því að ég byrjaði að finna leiðina út úr þessum lífsstíl,“ segir hann.

Þáttinn með Nicolai og alla aðra Podcastþætti Sölva Tryggvasonar má nálgast inni á: https://solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun