fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Nýja konan í lífi Brad Pitt er varaforseti og næringarfræðingur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og hjartaknúsarinn Brad Pitt er sagður vera kominn með nýja kærustu. Sú heppna er Ines de Ramon.

Hún er næringarfræðingur, mikil áhugakona um heilsu og hreyfingu, talar þrjú tungumál og er varaforseti skartgripafyrirtækisins Anita Ko.

De Ramon var áður gift leikaranum Paul Wesley, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í geysivinsælu þáttunum Vampire Diaries.

Wesley og de Ramon tilkynntu um skilnað sinn fyrir tveimur mánuðum eftir þriggja ára hjónaband.

Brad Pitt var giftur Angelinu Jolie og eiga þau saman sex börn. Angelina sótti um skilnað árið 2016 og síðan þá hafa hatrammar skilnaðardeilur átt sér stað.

Fyrstu myndirnar

Á sunnudaginn voru turtildúfurnar myndaðar á Bono tónleikum í Los Angeles. Page Six birti myndirnar.

Það munar tæplega þrjátíu árum á parinu, Brad Pitt er 58 ára og Ines de Ramon er 29 ára.

Samkvæmt heimildarmanni People kynntust Pitt og de Ramon fyrir nokkrum mánuðum „í gegnum sameiginlegan vin“ og leikarinn er „mjög hrifinn“ af dömunni.

Annar heimildarmaður staðfesti að þau væru nýlega byrjuð að deita en séu ekki skuldbundin hvort öðru og eru frjáls til að hitta annað fólk.

„Ines er sæt, skemmtileg og orkumikil. Hún er með frábæran persónuleika og Brad nýtur þess að eyða tíma með henni,“ sagði heimildarmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set