fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Sjöfn á slóðum gamalla húsa og listafólks í Stykkishólmi

Fókus
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 15:31

Sjöfn verður á slóðum gamalla húsa og listafólks í Stykkishólmi í þættinum Matur og heimili í kvöld þar sem hún heimsækir Ingibjörgu H. Ágústsdótur listakonu og hittir þúsundþjalasmiðinn Georg Pétursson og húseigandann Ellert Kristinsson. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar listakonuna Ingibjörgu Helgu Ágústsdóttur í Stykkishólmi. Ingibjörg er þekkt fyrir Freyjurnar sínar sem hafi vakið mikla athygli og ekki af ástæðulausu. Einnig skoðar Sjöfn gamalt hús sem verið er að endurgera og koma í upprunalegt horf en í þegar kemur að varðveislu gamalla húsa er bæjarbúar í Stykkishólmi til einstakra fyrirmyndar öðrum til eftirbreytni.

Ingjbjörg lærði fatahönnun í London og Kaupmannahöfn en í dag sker hún út í Linditré, verk byggð á þjóðsögum, ásamt fuglum og Freyjum á vinnustofu sinni í kjallara gamla verslunarhúss Tang & Riis í Stykkishólmi. Hvert einasta verk hennar á sér sögu og gaman er að sjá hversu vel Ingibjörgu tekst til að gefa íslensku þjóðsögum meira líf og setja þær í ákveðið form með list sinni þegar hún sker út í Lindtré leikmyndina sem og persónur úr sögunum.

„Íslensku þjóðbúningarnir áttu stóran þátt í því að fatahönnuðurinn fór að skera út í tré en íslenski þjóðbúningarnir verið eitt helsta áhugamál mitt gegnum tíðina og spila stórt hlutverk í því sem ég hef verið að gera,“ segir Ingibjörg þegar Sjöfn spyr hana um aðdraganda að því að hún fór að skera út.“

Einnig hittir Sjöfn þúsundþjalasmiðinn, húsgagnasmiðinn Georg Pétursson sem hefur verið að endurgera gömul hús í Stykkishólmi og víðar og er núna að endurgera 153 ára gamalt hús sem er ber heitið Kristjánshús á sér mikla sögu sem eru í eigu Ellerts Kristinssonar sem einnig kemur við sögu í þætti kvöldsins. Stykkishólmur er þekktur fyrir fallega götumyndir þar sem gömul hús með sál prýða bæinn.

„Ef maður ætlar að á annað borð að vera gera við hús og smíða hús, þá finnst mér þetta skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Georg en hann er lærður húsgagnasmiður og byrjaði áður en hann lærði iðnina að gera upp gömul hús.

Ellert er eigandi hússins og þekkir sögu þess vel. „Þetta var reisulegt hús á sínum tíma og það sem okkur þykir nokkuð merkilegt við þetta hús er að það er talsverður íburður í því þannig að Kristján Illugason sjómaður sem byggði þetta hús og átti hefur verið búinn að ná safna að sér einhverjum tekjum til að geta gert þetta hús með sérstökum sóma á þessum tíma. Hér verður svo ákveðin húsaþyrping alþýðufólks í framhaldinu.“

„Svo á þetta hús sér nokkuð merkilega sögu,“ segir Ellert.

Meira um leyndardóma Ingibjargar listakonu og Kristjánshúss í þættinum Matur og Heimili í kvöld á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili 15. nóvember
play-sharp-fill

Matur og heimili 15. nóvember

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Hide picture