fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Listmálarinn og fyrirsætan Lili Elbe – Var fyrsta transkonan og dreymdi um að verða móðir

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Wegener var þekktur danskur listmálari sem er þó þekktari undir nafninu Lili Elbe. Lili er oft nefnd fyrsta transkonan og aðeins sú önnur í heiminum til að gangast undir skurðaðgerðir til kynleiðréttingar. 

Einar var giftur öðrum þekktum teiknara og málara, Gerdu Wegener, sem sérhæfði sig í verkum af konum, oft klæddum samkvæmt nýjustu tísku. Verk hennar voru í art deco stíl og meðal annars eftirsótt af tískutímaritum. 

Gerda og Einar

Ballerínubúningurinn

Þau giftu sig árið 1904 og það var ekki löngu síðar sem ein af fyrirsætum Gerdu mætti ekki. Vinkona þeirra hjóna stakk því upp á því að Gerda málaði Einar í staðinn. Einar neitaði í fyrstu en lét að lokum til leiðast og klæddist ballerínubúningi úr silki og blúndum til að kona hans gæti málað. Vinkonan var viðstödd og hafði hún á orði hvers vel Einar liti út og sagðist ætla að nefna hann Lili. 

Gerda

Hinn einangraði og einmana Einar varð að hinni ófeimnu og skemmtanaglöðu Lili sem daðraði við allt og alla. Einar hafði uppgötvað nýtt líf, lífi sem hann vissi ekki einu sinni að hann hefði verið að missa af.

Vildi gera hvað sem var

Næsta aldarfjórðunginn börðust tveir einstaklingar um Einar, eins og hann orðaði það seinna. Annars vegar feimni landslagsmálarinn Einar sem var afar elskaður af sinni afar ákveðnu eiginkonu og hins vegar hin káta Lili sem þó dreymdi um að verða móðir. 

Lili í einu af verkum Gerdu

Á endanum vann Lili, konan sem Einar vissi alltaf að hann var fæddur til að vera. Einar vildi gera hvað sem er til að fullkomna sig sem Lili og láta draum sinn um að verða móðir rætast.

Hún var því óhrædd við að fara undir hnífinn í kynleiðréttingu, einungis hafði einn maður áður gengist undir slíka aðgerð en Lili gekk lengra en hafði verið gert. Lili  gekkst undir skurðaðgerðir sem margar hverjar var verið að gera í fyrsta skipti og átti stóran þátt í að ryðja brautina fyrir síðari tíma tansfólk. 

Pelsar og skartgripir

Í sjálfsævisögu sinni segir Lili frá því augnabliki sem hún klæddist fyrst ballerínubúningnum. „Ég get ekki neitað því, eins furðulega og það hljómar, að mér leið vel í dulargervi mínu. Mér líkaði vel við mýkt kvenfatnaðarins og leið vel í honum alveg frá þessu fyrsta augnabliki.“ 

Lili á verki eftir Gerdu

Hvort Gerda skildi tilfinningar Lili eða fannst gaman að atast í fólki er ekki vitað. Aftur á móti hvatti hún mann sinn til að klæðast kvenmannsfötum og fara út með sér á almannafæri. 

Hjónin þénuðu vel á verkum sínum og keyptu dýra kjóla, skartgripi og pelsa sem þau mættu í á dansleiki og ýmsa aðra viðburði. Gerda sagði hverjum sér var að Lili væri mágkona sín, systir Einars, sem væri í heimsókn og að hún notaði Lili sem fyrirsætu í tískuteikningum sínum. 

Gerda stóð þétt við bakið á Lili.

Viðbrögð Gerdu

Að því kom að þeir sem voru nánir hjónunum fóru að efast um að Lili væri leikur þar sem Einari virtist líða mun betur sem Lili en Einar. Og fljótlega játaði Einar fyrir Gerdu að hann væri í raun Lili.

Ólíkt mörgum öðrum sýndi Gerda fullan skilning á málinu, stóð þétt upp við bakið á Lili og varð með tímanum hennar helsti talsmaður. Hjónin fluttu til Parísar, þar sem frjálslyndið var öllu meira en í Kaupmannahöfn, og Lili gat blómstrað án þess að vera dæmd. Lili varð uppáhaldsfyrirsæta Gerdu sem hafði alveg hætt að nota nafnið Einar og kynnti hún ávallt Lily sem vinkonu sína. 

Lily

Lífið í París var Gerdu og Lili að mestu gott en smám saman var Lili þó óhamingjusamari. Vissulega var hún í kvenmannsfötum en líkami hennar var enn þá karlmannslíkami. Hvernig gat hún orðið raunveruleg kona ef hún var föst í karlmansskrokki?

Lili fylltist djúpu þunglyndi og örvæntingu. 

Loksins hugtak

Það var lítill sem enginn skilningur á transhugtakinu á millistríðsárunum. Það var varla skilningur á samkynhneigð sem þó var það næsta sem Lili fann til að skilgreina sig en fannst þó ekki alveg passa. 

Næstu sex árin var Lily full þunglyndis, leitandi að einhverju skildi hana og gæti hjálpað henni. Hún íhugaði sjálfsvíg og hafði jafnvel ákveðið daginn. 

En þá frétti hún af þýskum lækni, Magnus Hirschfeld að nafni. Hafði sá opnað klíník upp úr 1920, Þýsku kynlífsvísindastofnunina, þar sem hann kvaðst rannsaka transexualisma. Loksins var Lili búin að finna hugtak sem hún gat samsamað sig við. 

Lily árið 1926.

Aðgerðirnar

Magnus stakk upp á aðgerð, eða nána tiltekið aðgerðum, sem myndu varanlega breyta líkama Lili í kvenmannslíkama.

Lili hugsaði sig ekki einu sinni um, pakkaði saman eigum sínum, og flutti til Þýskalands. Næstu tvö árin fór Lili í fjórar aðgerðir, þar af þrjár sem höfðu aldrei verið gerðar áður, og eina sem hafði verið framkvæmd að hluta til. 

Í fyrstu aðgerðinni voru eistu fjarlægð og í þeirri næstu voru eggjastokkar græddir í Lili. Báðar Magnus eistu og í þeirri næstu græddi hann í Lili eggjastokka. Sú þriðja fylgdi fast á eftir en ekki er vitað i hvaða tilgangi hún var gerð.  

Lili

Reyndar er ekki mikið vitað um aðgerðirnar þar sem nasistar eyðilögðu skjalasafn Kynlífsvísindastofnunarinnar og sprengjur bandamanna sprengdu upp sjúkrahúsið sem aðgerðirnar höfðu farið fram á.  Þó er vitað að Lily fékk hormóna sem þá var voru ekki meira en orð á blaði, hvað þá komnir í prófanir. 

Nýtt líf

Lili varð vel þekkt í Danmörku og Þýskalandi. Danskur dómstóll ógilti hjónaband Einars og Gerdu árið 1930 og tók Lili sér eftirnafnið Elbe, eftir ánni sem rann í gegnum landið sem hún sagði hafa gefið sér nýtt líf. Henni ókst að fá nafni og kyni breytt opinberlega og fékk meðal annars nýtt vegabréf undir nafninu Lili Elbe.

Gerda fór sína leið, ákveðin í að leyfa Lili að hefja sitt nýja líf á eigin forsendum.

Lili

Eftir vel heppnaða ferð til Danmerkur sneri Lili aftur til Þýskalands og hóf trúlofaðist frönskum listaverkasala sem hún var afar ástfangin af og vildi eignast börn með. 

En hún taldi sig þurfa að klára ferlið til að geta í raun og sann orðið eiginkona, og síðar móðir. 

Lífstíðarhamingja

Árið 1931 fór Lili í fjórðu skurðaðgerðina þar sem legi var komið fyrir og leggöng mótuð enda þá talið hugsanlegt að Lili gæti gengið með barn og látið þar með draum sinn rætast. 

En þar stoppaði vegferð Lili. Hún varð afar veik þar sem líkami hennar hafnaði leginu og hálf öld í lyf sem bæla ónæmiskerfið. Lili vissi að hún væri að deyja og notaði síðustu stundirnar til að skrifa vinum og vandamönnum bréf þar sem hún lýsti hamingju sinni í að hafa orðið konan sem hana hafði alltaf dreymt um að vera. 

Lili ásamt Claude, listaverkasalanum sem hugðist giftast.

„Ég, Lili, á fullan rétt á því lífi sem ég hef sannað síðustu fjórtán mánuði að sé mögulegt, segir Lili í bréf til vinar. Það er hægt að halda því fram að fjórtán mánuðir séu ekki langur tími en fyrir mér var um lífstíð af hamingju að ræða.” 

Lili Elbe lést í september 1931, 48 ára að aldri. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“