fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Dáin í heila öld en það er sem hún sofi – Þyrnirósin sem opnar augu sín daglega

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 12. nóvember 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rosalia Lombardo var aðeins tveggja ára gömul þegar hún lést í spænsku veikinni árið 1920. Faðir hennar, Mario Lombardo, var svo niðurbrotinn að hann bað hinn þekkta líksmurningarmann, Alfredo Salafia, að gera allt sem sem unnt væri til að varðveita litlu Rosaliu. 

Mun Mario hafa gefið þau fyrirmæli um Rosalia skyldi lifa að eilífu.

Rosalia

Salafia vann verk sitt af svo mikilli prýði að svo virðist sem Rosalia sofi undir glerinu, líkt og Þyrnirós. Jafnvel ljóst hárið er enn á höfði hennar, bundið saman með silkislaufu.

Hún hefur verið kölluð „fallegasta lík í heimi“ og „Þyrnirós Palermo.”

Heimfræg eftir andlátið

Röntgenmyndir sýna að meira að segja innyfli stúlkunnar eru með öllu óskemmd. Teppið, sem hún hefur yfir sér, hefur aldrei verið fjarlægt af virðingu við Rosaliu en röntgenmyndirnar sýna einnig að allir útlimir eru heilir.

Hún er álitin einn best varðveitti smyrlingur heims. 

Það eru 8000 líf í katakombunum í Palermo

Lík Rosaliu var eitt af þeim síðustu til að vera sett til varðveislu í hinu risastóru katakombum á Sikiley en þar eru um átta þúsund lík varðveitt. Katakomburnar eru frá um árið 1500 og hýsa konungsfólk, stjórnmálamenn og háttsetta kirkjuleiðtoga. 

En enginn kemst með tærnar í frægð þar sem Rosalia hefur sína litlu hæla. Rosalia blikkar nefnilega. 

Nánar tiltekið opnar Rosalia reglulega sín fagurbláu augu, sem enn hafa blik sem í lifandi barni væri, og lokar þeim aftur skömmu síðar.

Eða hvað?

Er Rosalia að opna augun? Eða er um sjónhverfingu að ræða?

Eitthvað yfirnáttúrulegt? 

Orðrómurinn um hið blikkandi barn fór af stað fljótlega eftir lát Rosaliu, fólk þyrptist til að sjá Rosaliu drepa tittlinga, og spunnust upp ótalmargar sögur um hvernig á stæði. 

Margir voru vissir um að eitthvað yfirnáttúrulegt væri í gangi en aðrir voru jarðbundnari og sögðu að sennilegast væri hitasveiflum um að kenna. 

Áratugum saman dró Rosalia að sér svo að segja endalausan fjölda gesta sem horfðu heillaðir á stúlkuna opna augun tvisvar á dag. 

Langþreyttur safnstjóri

En árið 2009 var Rosalega byrjuð að rotna sem einna helst sást á því að húð hennar var orðin gulleit og vaxkennd. 

Hún var því færð frá sínum upprunalega stað og á svæði þar sem er er mun minni raki. Kista hennar var einnig sett loftþéttan glerkassa, fyllt köfnunarefni, til að hindra frekari skemmdir. 

En þegar að kistunni var lyft fyrir flutninginn fóru burðarmennirnir ekki nógu varlega og færðist Rosalia til í kistu sinni. Tók þá safnstjórinn eftir að augu Rosaliu ekki lokuð, eins og allir höfðu talið, og höfðu víst aldrei verið. Það hafði einfaldlega enginn tekið eftir því áður í þeirri stellingu sem Rosalia lá. 

Dario Piombino Mascali við kistu Rosaliu.

Segir safnstjórinn að um sjónvillu að ræða. Þegar sólargeislar falli á andlit Rosaliu virðist svo sem hún opni og loki augunum en aftur á móti sé í raun um að ræða leik ljóss og skugga sem staða sólar skapi tvisvar á dag. Augu hennar séu í raun alltaf óhreyfð. 

Sagðist safnstjórinn vonast til að með þessari uppgötvun væri loksins hægt að blása af allar vitleysis sögurnar um blikk Rosaliu, enda væri hann orðinn langþreyttur á þeim. 

Önnur barnslík frá svipuðum tíma er mun verr farin.

Leitin að leyndarmálinu

Því ólíkt næstum öllum öðrum, taldi Piombino-Mascali augu Rosaliu ekki hennar stærsta leyndardóm. Hann vildi fá að vita hver leyndardómur Salafia var. Af hverju leit Rosalia út eins og barn í miðjum blundi innan um fjölda annarra barnslíka sem höfðu látið í minni pokann fyrir náttúrulegu ferli, þrátt fyrir að hafa einnig verið smurð? 

Lengi vel var talið útilokað að komast að sannleikanum, Aldredo Safalia hefði farið með leyndarmál sitt í gröfina árið 1933. En safnstjórinn vildi vera viss og leitaði því uppi afkomendur Salafia og fékk leyfi til að leita í þeim eigum hans sem enn voru til staðar. Og á endanum fann  Piombino-Mascali handskrifað minnisblað þar sem Safalia hafði skráð niður aðferð sína svo og listað niður efnin sem notuð voru.  

Það eru þúsundir barnslíka í katakombunum. En Rosalia er frægust allra.

Ólíkt því sem almennt gerist hafði Salafia ekki fjarlægt líffæri barnsins heldur sprautað sinni einstöku blöndu inn í gegnum örlítið gat sem hann gerði á líkamana Rosaliu. Það hafði aldrei sést enda falið undir teppinu. 

Blandan drap allar bakteríur sem var var sjáanlegt, og kom í veg fyrir þurrk og sveppamyndun. Salafia náði síðan hina fullkomna útliti með notkun sinksalts sem gerði kroppinn stinnan og kinnar og varir bústnar um alla eilífð. 

Því virðist nú sem Rosalia litla Lombardo búi ekki yfir fleiri leyndardómum. 

Þrátt fyrir að vera afar sennileg er engin leit til að sanna eða afsanna að fullu kenningu safnstjórans. Og kannski blikkar Rosalia gesti í alvöru?

Sú kenning er í það minnsta mun skemmtilegri. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“