fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Jennifer Aniston kveður niður þrálátan orðróm um ástæðu skilnaðar hennar og Brad Pitt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 09:09

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Aniston kveður niður þrálátan orðróm um skilnað hennar og Brad Pitt og opnar sig um ófrjósemi í einlægu viðtali við Allure.

Hún er barnlaus og sér ekki eftir neinu en viðurkennir að hún myndi gefa allt fyrir að einhver hefði sagt henni að frysta eggin sín þegar hún var yngri.

Miklar vangaveltur um mögulegar barneignir leikkonunnar hafa verið í fjölmiðlum í gegnum árin og segir hún að það hafi tekið mikið á þar sem á þeim tíma var hún að gera allt sem hún gat til að verða ólétt.

„Ég fór í gegnum glasafrjóvgun, drakk kínverskt te, nefndu það,“ segir hún.

Jennifer segir að hún finni fyrir miklum létti í dag, orðin 53 ára, og finnst að tíminn til að eignast barn sé liðinn og nú sé hún ekki lengur að hugsa: „„Get ég? Kannski. Kannski. Kannski.“ Ég þarf ekki að hugsa um þetta lengur,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Allure Magazine (@allure)

Hún gagnrýnir slúðurmiðla fyrir að hafa aukið sársauka hennar á þessum erfiðu tímum með kjaftasögum og tekur einn orðróminn sérstaklega fyrir sem var á kreiki árið 2005 um skilnað hennar og Brad Pitt.

„Ástæðan fyrir því að eiginmaður minn fór frá mér, að við hættum saman og enduðum hjónaband okkar, átti að hafa verið sú að ég gat ekki gefið honum barn. Þetta voru algjörar lygar,“ segir hún.

„Guð forði því að kona njóti velgengni og eigi ekki barn.“ Jennifer var gift Brad Pitt frá 2000 til 2005 og Justin Theroux frá 2015 til 2017.

„Ég eyddi mörgum árum í að vernda glasafrjóvgunarsögu mína. Ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu varðandi þennan hluta af lífi mínu því þar er svo fátt sem ég fæ að hafa fyrir sjálfa mig. Heimurinn býr til sögur sem eru ekki sannar, svo ég get alveg eins sagt sannleikann. Mér finnst eins og ég sé að vakna úr dvala. Ég hef ekkert að fela.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston)

Leikkonan birti myndir frá forsíðuviðtalinu á Instagram og fékk mikinn stuðning frá frægum vinum sínum. Stjörnurnar Gwyneth Paltrow, Chelsea Handler, Kelly Rowland og Lily Collins skrifuðu allar fallegar athugasemdir. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Justin Theroux, setti hnefa- og hjartatjákn við færsluna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram