fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Opnaði sig um baráttuna við fíknina í einu seinasta viðtalinu fyrir andlátið

Fókus
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 16:00

<> at The Redbury Hotel on April 1, 2016 in Los Angeles, California.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Carter fannst látinn á heimili sínu um helgina og er talið að hann hafi drukknað í baðkari þó að formleg dánarorsök hafi ekki verið opinberuð.

Aaron var virkur á samfélagsmiðlum allt þar til fáeinum klukkustundum fyrir andlátið. Seinasta færslan hann var tónlistarmyndband sem hann deildi á Instagram þar sem hann söng textann: „Ég segi elskunni minni að ég verði farinn en verði það ekki lengi“

Hann var trúlofaður Melanie Martin og áttu þau tæplega ársgamlan son saman.

Nú hafa aðdáendur grafið upp viðtal sem tekið var við Aaron í ágúst þar sem hann talar um framtíðina og um að verða betri útgáfa af sjálfum sér.

„Ég er búinn að vera í pásu síðan 2017. Ég þurfti að fara í meðferð,“ sagði Aaron í viðtalinu. Þar sagði hann að meðferð hefði hjálpað honum að vera betri útgáfa af sjálfum sér og að það hafi tekið hann fjórar tilraunir í meðferð áður en hann náði undir sig fótunum.

Það var svo í september sem Aaron greindi frá því að hann væri komin á göngudeild hjá meðferðarheimili og væri hann að taka það skref til að fá aftur forsjá yfir syni sínum. Hann sagði að ekki hafi komið bakslag í edrúmennskuna heldur væri hann að takast á við „triggera“ fyrir fíkn sína. Sonur hans og Melanie hafði þá verið tekinn úr umsjá foreldra sinna og býr nú hjá móðurömmu sinni.

Aaron hafði í gegnum tíðina gengist við því að reykja mikið gras og eins að hafa orðið háður ópíóðum eftir að læknir skrifað upp á oxycodone fyrir hann eftir að hann kjálkabrotnaði.

Viðtalið var í K’LA Afterdark og þáttastjórnandi sagði í kjölfar viðtalsins að það hafi verið yndislegt að ræða við Aaron. Hann hefði mætt í þáttinn með unnustu sinni og virkað bláedrú.

„Við vorum að taka upp í 12 tíma og Aaron var rosalega góður við allt starfsliðið. Hann leyfði öllum að taka myndir mér sér og til að vera fullkomlega hreinskilinn er hann mjög fyndinn maður. Sem fagmaður hef ég ekkert neikvætt að segja. Ég veit að hann hefur glímt við erfiðleika í fortíðinni en það var algjörlega önnur manneskja sem ég tók viðtal við þess vegna fannst mér mikilvægt að sýna heiminum aðra hlið af Aaron Carter og það er það sem þátturinn minn snýst um, að sýna fólki hvernig frægt fólk er í raun og veru, en ekki hvernig. það virðist vera. […] Ég vil að heimurinn muni Aaron með jákvæðum hætti“

Byggt á frétt DailyMail

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár