Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember.
Kvikmyndahátíðin í Tallinn er ein sú stærsta í Norður – Evrópu og mun Sumarljós og svo kemur nóttin keppa í svokölluðum Best of Fest flokki og etur þar kappi við kvikmyndir frá öllum heimshornum.
Flokknum er lýst sem: „Créme de la créme úr heimi kvikmyndalistarinnar. Kvikmyndir sem hafa verið frumsýndar eða unnið til verðlauna á öðrum virtum kvikmyndahátíðum.“
Sumarljós og svo kemur nóttin verður frumsýnd 13.nóvember á hátíðinni að viðstöddum Elfari Aðalsteins leikstjóra og glæsilegum leikhópi myndarinnar.
„Við erum virkilega glöð og hlökkum til að hefja alþjóðlega vegferð Sumarljóss á jafn virtri kvikmyndahátíð og Tallinn Black Nights. Að vera í sérvöldum hópi alþóðlegra kvikmynda í ‘best of fest’ flokknum er okkur einnig mikill heiður,“ segir Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur.