Naglafræðingurinn og áhrifavaldurinn Auður Gísladóttir greindi frá því á samfélagsmiðlum um helgina að hún væri komin í samband. Sá heppni er Alexander Bartley.
Samkvæmt Instagram-síðu hans er hann einkaþjálfari, frumkvöðull og fyrirtækjaeigandi. Hann hefur verið búsettur á Íslandi um árabila og virðist mjög hrifinn, hann er til að mynda með Ísland húðflúrað á brjóstkassann.
Turtildúfurnar eru nú staddar í Bandaríkjunum, þau voru í Los Angeles en keyrðu til Las Vegas um helgina.
View this post on Instagram
View this post on Instagram