fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fókus

Barnsmóðir Aaron Carter rýfur þögnina um skyndilegt andlát hans

Fókus
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 09:12

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Melanie Martin hefur rofið þögnina um andlát barnsföður síns, tónlistarmannsins Aaron Carter, en sonur þeirra er aðeins 11 mánaða gamall.

Hún opnaði sig um andlátið aðeins fáeinum klukkustundum frá því að fyrstu fregnir bárust um að Aaron hefði fundist látinn á heimili sínu í gærmorgun.

„Við erum enn að vinna í því að sætta okkur við þennan hræðilega raunveruleika,“ sagði Melanie í yfirlýsingu. „Hugsanir ykkar og bænir eru vel þegnar.“

Hún birti einnig tveggja sekúndna myndband á TikTok þar sem hún sést hágráta í bifreið sinni. Hún skrifaði engan texta með því myndskeiði en aðdáendur hennar voru þó fljótir að leggja tvo og tvo saman og senda henni samúðarkveðjur.

Einn skrifaði: „Hann mun alltaf vera með þér í gegnum son ykkar,“ og annar skrifaði: „Vertu sterk Melanie. Hann er með englunum núna.“

@missmelaniexx♬ original sound – Melanie

Aaron var aðeins 34 ára gamall. Hann og Melanie opinberuðu samband sitt í janúar 2020 og tilkynntu að þau ættu von á barni í apríl það sama ár. Melanie missti þó fóstrið vegna streitu. Sonur þeirra Prince fæddist svo í nóvember á síðasta ári. Melanie og Aaron slitu þó sambandi sínu í febrúar, þó ekki endanlega og voru þau sundur og saman allt þar til Aaron lést í gær.

Aaron sagði í viðtali örfáum dögum fyrir andlát sitt: „Við höfum verið stormasöm. Hún var með erfitt fæðingarþunglyndi eftir barnið. Það varð erfitt. Við gerðum hluti, við sögðum hluti sem voru ekki sannir, og við réðumst á hvort annað í gegnum fjölmiðla. Við lærðum bæði mikilvæga lexíu, að minnsta kosti ég. Ég lærði að þetta er ekki eitthvað sem maður gerir. Maður gerir ekki svona. Við losnum ekki við hvort annað. Við elskum hvort annað alltof fokking mikið.“

Aaron Carter byrjaði að gefa út tónlist aðeins sjö ára gamall og fetaði þannig í fótspor eldri bróður síns, Nick Carter sem er meðlimur í strákasveitinni Backstreet BoysAaron er einkum þekktur fyrir lagið I want Candy sem kom honum rækilega á kortið á tíunda áratug síðustu aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?