fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

„Ég hef í alvörunni aldrei á ævinni hlegið jafn mikið“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 17:30

Leikararnir fengu standandi lófatak í lok sýningarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listafélag Verzlunarskóla Íslands hefur á undanförnum árum haldið sig við sömu formúluna, valið einhverja vinsæla kvikmynd eða jafnvel þætti og byggt leikrit á þeim. Í ár ákvað nefndin þó að taka áhættu og setja á svið Það sem gerist í Verzló, frumsamdan farsa eftir parið Arnór Björnsson og Kolbrúnu Maríu Másdóttur en þau leikstýrðu einnig sýningunni.

Arnór og Kolbrún eiga það sameiginlegt að þau eru bæði fyrrum nemendur Verzlunarskólans. Handritið skrifuðu þau bæði út frá eigin reynslu af skólanum en einnig tóku þau viðtöl við aðra fyrri nemendur skólans. Sýningin er því full af ýmsum vitnunum og karakterum sem eru innblásnir af fólki sem gekk um ganga skólans.

Sýningin fjallar um hóp af fólki sem á það sameiginlegt að gera sér ferð í Verzlunarskólann um miðja nótt. Öll hafa þau sínar (misgóðu) ástæður fyrir þessu næturbrölti sínu sem leiðir þau út í alls kyns vitleysu, lygar, feluleiki, misskilninga og jafnvel sjálfsmyndarkrísur.

Mynd: Aðalheiður Braga Benediktsdóttir

Illt í maganum og með hausverk af hlátri

Nú hefur undirritaður séð mun fleiri menntaskólaleiksýningar en hollt getur talist. Oftast eru þær ágætar, nokkuð skemmtileg verk hjá fólki sem er í flestum tilvikum að stíga sín fyrstu skref á fjölum leikhússins. 

Það verður þó ekki sagt um þessa sýningu. Þessi sýning var alls ekki ágæt, og hún var ekki nokkuð skemmtileg – hún var gjörsamlega mögnuð.

Ég hafði nokkrar áhyggjur þegar ég komst að því að um væri að ræða frumsamdan farsa um Verzlunarskólann. Ég gat hugsað um svona milljón hluti sem gætu farið úrskeiðis við þau handritsskrif en það gekk allt upp. 

Handritið var stórkostlegt og leikararnir frábærir, þó svo að brandararnir hafi verið fyndnir einir og sér þá urðu þeir sprenghlægilegir þegar menntaskólakrakkarnir fluttu þá. Margir af bröndurunum höfðuðu sérstaklega til núverandi og fyrrum nemenda Verzlunarskólans og því hvet ég alla slíka til að gera sér ferð á sýninguna. 

Mynd: Aðalheiður Braga Benediktsdóttir

Þau sem hafa enga tengingu við skólann ættu samt líka að sjá þennan farsa því þetta var einhver metnaðarfyllsta leiksýning sem ég hef séð setta upp í menntaskóla. Arnór og Kolbrún hafa bæði þegar náð nokkrum frama í leiklistarheiminum en þau munu án efa komast miklu lengra, það sama verður sagt um alla leikarana í sýningunni.

Ég hef í alvörunni aldrei á ævinni hlegið jafn mikið á leiksýningu. Mér var illt í maganum og með höfuðverk þegar ég kom heim því ég hló svo mikið. Það eina sem ég hef út á þessa sýningu að setja er að leikhópurinn skuldar mér um það bil 30 krónur fyrir þessar tvær paratabs töflur sem ég þurfti að taka við höfuðverknum.

Hægt er að kaupa miða á sýninguna á vefsíðu Listafélagsins.

Mynd: Aðalheiður Braga Benediktsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set