fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fókus

Tískuhúsið Christian Dior stefnir klámstjörnunni Gigi Dior

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. nóvember 2022 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Gigi Dior – sem er hvað þekktust fyrir að gera klámmyndir um „hot MILFs“ eða „heitar mæður“ – skrásetti sviðsnafnið sitt sem vörumerki í fyrra.

Nú hefur franska tískuhúsið Christian Dior Couture lagt fram stefnu til að hnekkja vörumerkinu og heldur því fram að Gigi Dior hafi skaðleg áhrif á fyrirtækið.

„Þetta er fáránlegt. Nafnið mitt hefur ekkert með hátísku að gera og það fyndna við þetta er að það sem ég geri snýst yfirleitt um að vera í engum fötum,“ segir Gigi í samtali við Page Six um málið.

Gigi, 40 ára, sótti um að skrásetja Gigi Dior sem vörumerki í fyrra og var það samþykkt í september 2022.

Hún notar nafnið á vefsíðunni sinni, OnlyFans og öllum samfélagsmiðlum.

Gigi hefur verið í klámbransanum í tvö ár, hún starfaði áður sem leikkona og fyrirsæta. Hún er einstæð móðir og á fjögur börn, 12 ára og yngri.

Hún hefur leikið í nokkrum klámmyndum en einnig getið sér gott orð sem „vefmyndarstúlka“ (e. webcam girl). Hún var tilnefnd sem „Milf-ársins“ á verðlaunahátíðinni Cam Awards.

„Ég get ekki tapað nafninu, ég hef byggt vörumerki út frá þessu nafni, þetta nafn er ég og orðspor mitt. Þannig það er hræðilegt að hugsa til þess að ég þurfi að byrja upp á nýtt,“ segir hún.

„Ég er miður mín og þetta er fáránlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Í gær

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 2 dögum

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“