fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Kampavínsgarðurinn sem á sér enga líka frumsýndur í kvöld

Fókus
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 16:30

Eiríkur Garðar Einarsson, Björn Jóhannsson, Sara Lind Guðbergsdóttir, Stefán Einar Stefánsson og Sjöfn Þórðardóttir fögnuðu þegar síðasta áfanganum í framkvæmdunum og Stefán og Sara opnuðu að sjálfsögðu kampavín í tilefni þess og buðu upp á grillað lambakonfekt og Lemon samlokur. MYND/HRINGBRAUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestum langar til að eiga sinn draumagarð og láta sig dreyma hvernig hann á að líta út. Hjónin Stefán Einar Stefánsson formaður Kampavínfjelagsins og eiginkona hans Sara Lind Guðbergsdóttir fjárfestu í nýju endaraðhúsi í Urriðaholtinu þar algjörlega átti eftir að vinna svæðið utanhúss og þar á meðal að hanna garðinn. Eftir að hafa fylgst með Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt í þættinum Matur og heimili og á samfélagsmiðlum og séð hönnun hans á kampavínsveggjunum sem hafa notið mikilla vinsælda langaði þeim til að hanna sinn draumagarð, kampavínsgarð, sem myndi falla að þeirra óskum. Þau fengu því Björn landslagsarkitekt til liðs við sig og hanna fyrir þau draumagarðinn, fyrsta kampavínsgarðinn á Íslandi. Í þættinum Matur og Heimili fær Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi að fylgjast með hönnuninni og framkvæmdunum frá upphafi til enda og sjá kampavínsgarðinn verða að veruleika, sá fyrsta og eina á Íslandi.

Innstu leyndarmálin rætt á trúnóbekknum
Kampavínsgarðurinn var hannaður í metnaðarfullu samstarfi landslagsarkitektsins og garðeigenda og útkoman eftir því. Þessi garður varð til þegar Stefán Einar og Björn hjá Urban Beat lögðust saman á árarnar til þess að skapa veislugarð sem á sér engan líkan. „Garðurinn fékk svo nafnið Kampavínsgarðurinn enda taka stemning og útlit mið af öllu því skemmtilega sem við tengjum við kampavín og kampavínsdrykkju. Þarna eru kampavínsveggir til að leggja frá sér drykki, trúnóbekkur þar sem hægt er að ræða innstu leyndarmálin og svo auðvitað vel búið útieldhús til þess að reiða fram ljúffenga rétti,“ segir Stefán Einar. „Svo eru að sjálfsögðu spa svæði með heitum potti og gufubaði þar styrkja má andann og láta líða úr þreyttum beinum,“ segir Björn.

Björn er jafnframt í góðu samstarfi við Eirík Garðar Einarsson og Hörð Lúthersson hjá Garðaþjónustunni þegar kemur að framkvæmdin sjálfri, verkinu að láta draumagarðinn verða að veruleika eftir hönnun Björns. Eiríkur og Hörður tóku á öllum þeim áskorunum sem upp komu meðan á verkinu stóð í samráði við Björn og segja að það skipti sköpun að vera í góðu samstarfi þegar út svona verkefni er farið. „Þetta auðveldar vinnu iðnaðarmannanna talsvert og meiri gaumur er gefin að smáatriðum,“ segir Eiríkur og bætir við að smíðin á sánanu hafi verið einstaklega skemmtileg og umgjörðin kringum pottinn hafi verið áskorun enda allt handgert.

Tímalaus form, efni og áferð
Þegar kom að því að hanna garðinn horfðu bæði garðeigendur og Björn til þess að vera með tímalaus form. „Við hönnun garðsins var miðað við tímalaus form, efni og áferð. Þar eru notaðar flísar með ljósri áferð sem minnir á búbblur og ljósa drykki. Eins mun lerkið í mannvirkjum taka á sig mjúkan gráma næstu árin og endurspegla tímaleysi veðraðs timburs. Vinnuborðin eru úr steinplötum sem þola vel regn og vinda. Spa svæði er svo sérútbúið til slökunar og núvitundar. Inni í gufunni er svo notast við hitameðhöndlaðan við sem þolir vel hita og raka. Heiti potturinn er kringlóttur með sæti allan hringinn til þess að rúma sem allra flesta þegar veislurnar eru vinsælar.“

Áhugaverður og skemmtilegur þáttur um kampavínsgarðinn sem á sér engan líkan framundan á Hringbraut í kvöld, fyrst klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili stikla 1. nóvember
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 1. nóvember

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Hide picture