fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Tók stór hópur fimmtán og sextán ára stúlkna sig saman í að verða barnshafandi ? – Furðusagan af óléttusamkomulaginu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 6. október 2022 22:16

Skjáskot úr einni af þeim kvikmyndum sem gerðar voru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2008 urðu átján unglingsstúlkur í hinum syfjulega hafnarbæ Gloucester í Massachusetts fylki, óléttar á nokkurra mánaða tímabili. Sem verður að teljast makalaust í ríflega 30 þúsund manna bæjarfélagi.

Eiginlega alveg einstakt.

Allar voru stúlkurnar í sama 1200 nemenda skólanum, Gloucester High School.

Rétt eftir að skólaárið hófst árið áður, það er að segja 2007, tók skólahjúkrunarfræðingurinn Kim Daly eftir því að óvenjulega margar stúlkur leituðu til hennar eftir þungunarprófum. Þar var nefnilega hægt að fá  prófin ókeypis en þau voru rándýr í apótekum bæjarins.

Í október voru fjórar stúlkur óléttar, jafn margar og allt skólaárið á undan. Næstum allar voru á öðru skólaári og því 15 og 16 ára.

150 þungunarpróf

Viku eftir viku mættu stúlkur til Kim í þungunarpróf og sagðist hjúkrunarfræðingurinn hafa tekið eftir að flestar hafi stúlkurnar flissað af gleði þegar prófið var jákvætt og aðrar grátið við neikvæð próf. Kim útdeildi alls 150 þungunarprófum yfir skólaárið.

Í mars voru tíu stúlkur óléttar og í júní var talan komin upp í átján.

Þessi óléttuhrina skólastúlknanna barst út og ákvað Time tímaritið að kanna málið aðeins betur. Var því sendur blaðamaður á staðinn til að komast að hvernig á þessu gæti staðið.

Allt var hreinlega vitlaust þegar að Time birti ítarlega grein í júní sama ár þar sem greint var frá því að skólastjórinn í skóla stúlknanna hefði viðurkennt að þær hefðu gert með sér ,,óléttusamkomulag.”

Hugmynd þeirra, að hans sögn, hefði verið að það yrði gaman að ,,vera mömmur saman.”

Sagði hann stúlkurnar hafa langað í einhvers konar dúkkuleik fyrir lengra komna.

Sagði skólastjórinn stúlkurnar hafa gert með sér samkomulagi’ á öðru ári skólans, þegar þær voru á sextánda árinu, og langflestar þegar orðið barnshafandi árið eftir. Engin þeirra hafði þá náð 18 ára aldri.

Í greininni fullyrti blaðamaður að ein stúlkan hefði meira að segja reynt að fá 24 ára gamlan heimilislausan mann til að geta sér barn. Sú var 15 ára.

Tvær af stúlkunum sem féllust á að tala við fjölmiðla.

Allt vitlaust

Sagan flaug ekki aðeins um Bandaríkin, heldur heim allan, og voru íbúar Gloucester í sjokki. Bærinn er í þokkabót að mestu byggður strangtrúuðum kaþólikkum af írskum uppruna og fljótlega var hver höndin upp á móti annarri í þessum annars samhenta smábæ.

Sumir snerust gegn skólanum um og sögðu lélegri kynfræðslu um að kenna. Skólinn beindi reiði sinni aftur að yfirvöldum í Massachusetts sem höfðu skorið niður næstum alla ráðgjöf og kennslu á sviði heilbrigðismála, þar með talið í skólum. Auk þess var skólahjúkrunarfræðingum í fylkinu bannað að láta nemendur fá getnaðarvarnir nema með leyfi foreldra.

Laug Joshep Sullivan að beiðni yfirvalda?

Aðrir vildu meina að bæjaryfirvöld ættu að líta í sinn barm og svo var auðvitað barið á foreldrum fyrir að hafa ekki sinnt sínu uppeldishlutverki.

Einnig heyrðust raddir um að um væri að kenna því sem sumir vildu kalla vonleysi stúlknanna.

Gloucester hafði á árum áður blómstrað sem fiskveiðibær en með árunum hafði orðið hrun í veiðum með tilheyrandi tekjuhruni og atvinnuleysi meðal íbúa.

Margir vildu einnig meina að stúlknanna biði ekkert. Fæstar áttu kost á frekara námi og fátt um vinnu að hafa.

Því hafi þær sótt í móðurhlutverkið í leit að einhvers konar sjálfsmynd og hlutverki í lífinu.

Athygli um allan heim

Bærinn fylltist af fréttafólki, allar sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna sendu teymi á staðinn, en einnig flykktust erlendir fjölmiðlar til Gloucester sem sumir gerði sér leið alla leið frá Japan og Brasilíu.

Umræða um orsakir unglingaóléttu fór á flug öll Bandaríkin.

Afar margir beindu skotum sínum að sjónvarpi og kvikmyndum. Kvikmyndin Juno, sem fjallar um ólétta skólastúlku, hafði komið út árinu áður og verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og Jamie Lynn Spears, systir Britney, þá 16 ára varð ólétt og  á forsíðum allra táningablaða. Himinlifandi.

Satt eða logið?

En það voru ekki allir reiðubúnir að trúa sögu skólastjórans, ekki síst þar sem hann gat ekki með nokkru móti útskýrt hvernig hann hefði komist að meintu samkomulagi stúlknanna.

Reyndar var ekki að finna eina sálu innan bæjarmarka sem gat staðfest að um samkomulag stúlknanna hefði verið að ræða og sjálfar neituðu þær alfarið að hafa talað sig saman.

Og gera enn þann dag í dag, hver ein og einasta.

Sagan var engu síður gott fréttaefni og gott betur því það voru framleiddir leiknir sjónvarpsþættir, byggðir á atburðunum, svo og hvorki meira né minn en þrjár kvikmyndir, sem ekki brutu blöð í kvikmyndasögunni, nema síður sé.

Með tímanum dó út áhugi fjölmiðla og almennings á óléttu stelpunum í Gloucester og allt varð við það sama. Kynfræðsla var aldrei aukin né fjármagn til ráðgjafar á sviði kynheilbrigði í bænum.

Skipulegð herferð yfirvalda?

Gerð var heimildarmynd um málið árið 2013 en aðeins örfáar af stúlkunum fengust til að taka þátt. Hinar sögðust hafa fengið nóg af umfjölluninni og kváðust vilja ala upp sín börn í friði frá kastljósi fjölmiðla.

Enn þann dag í dag veit enginn hvort hópur barnungra stúlkna hafi í raun tekið sig saman um að verða barnshafandi.

Ein stúlknanna sem kom fram í heimildamyndinni árið 2013 ásamt kærasta sínum og barnsföður Hún harðneitaði að um samkomulag hefði verið að ræða.

Margir telja það langsótt og hallast að því að skólastjóri hafi, að kröfu bæjaryfirvalda, búið til söguna til að hylma yfir hversu alvarlega yfirvöld höfðu brugðist skyldu sinni á sviði kynfræðslu og heilsuverndar.

Og því kennt um barnungum stúlkum sem ekki vissu betur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni