fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Eltihrellir Viktoríu drottningar – Bjó heilt ár í Buckingham höll og stal nærbuxum Bretadrottningar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 29. október 2022 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward,,BoyJones vann það sér til frægðar að búa í Buckinghamhöll og stela nærjum ekki ómerkari manneskju en Viktoríu drottningar.

Sagan af Boy, eins og hann var almennt kallaður, er furðusaga þráhyggju ógæfusams einstaklings, og ein fyrsta skjalfesta frásögnin af eltihrelli frægs einstaklings.

Reyndar hljómar sagan af Boy eins og lygasaga.

Öryggismál brandari

Hin unga Viktoría hafði aðeins verið drottning Breta í eitt ár þegar að næturvörður í Buckingham höll sá glitta í andlit fyrir utan glugga í desember árið 1838. Um var að ræða afar óhreint andlit ungs manns sem var púkalegur á svip og glotti til næturvarðarins. Svo hvarf andlitið eins og dögg fyrir sólu.

Viktoría drottning.

Vörðurinn hóf að kanna málið og sjá fljótlega að búið var að umturna öllu í einu af herbergjum hallarinnar.

Vörðurinn hringdi strax aðvörunarbjöllum, sem í raun voru eina öryggiskerfi hallarinnar.

Reyndar er varla hægt að tala um öryggisgæslu á þessum tíma. Hurðum var oft ekki læst á kvöldin og gluggar, jafnvel á neðstu hæð, stóðu galopnir. Nokkrir lögreglumenn vöppuðu um lóðina og þótt að drottningin hefði í orði kveðnu lífverði voru þeir til að mynda allir í fríi þessa nótt.

Í ofanálag voru veggir hallargarðanna lágir og oftar en ekki fundist drukknir hermenn eða heimilislaust fólk sofandi í gróðrinum innan við hallarveggina.

Með nærföt drottningar í brókunum

 En áfram með söguna af Boy.

Lögreglumaður náði manninum á hlaupum á lóð hallarinnar en það sem gerðist næst er eitthvað sem okkur myndi aldrei koma til hugar í dag. Það er aftur á móti gott dæmi um hrekkleysi nítjándu aldar.

Samtímateikning úr dagblaði, sögð af Boy Jones.

Það voru ekki kallaðar til sérsveitir né maðurinn færðu í öryggisgæslu.  Nei, það var farið með hann inn í eldhús hallarinnar þar sem birtan þar var góð og gott næði til að spjalla. Andlit hans og föt voru þakin olíu og sóti.

Hann reyndist vera með málverk af drottningu úr höllinni undir höndum, slatta af rúmfötum, svo og bréf úr persónulegu safni drottningar.

Honum var skipað að fara úr fötunum og reyndist hann vera í tveimur buxum. Þegar að hann fór úr hinum ytri hrundu út kvenmannsnærföt. Um var að ræða nærföt sjálfrar drottningar, sem þó hafði ekki dvalið í höllinni þessa nótt, heldur var hún stödd í Windsor kastala.

Bjó heilt ár í höllinni

Pilturinn var þá fyrst fluttur á lögreglustöð og við yfirheyrslu kvaðst hann heita Edward Cotton. Hans rétta nafn reyndist þó vera Edward Jones og var hann aðeins fjórtán ára gamall. Hann sagðist hafa klifrað yfir hallarvegginn eina nóttina og gengið inn um ólæstar dyr.

Hafði hann dvalist í höllinni í næstum því heilt ár. Á daginn faldi hann sig í tómum herbergjum eða reykháfum, væri fleira fólk á ferð.

Hann faldi sig meira segja undir borði drottningar meðan á fundum hennar með forsætisráðherra stóð og hlustaði á allt sem fram fór án þess að hans yrði vart.

Á næturnar vappaði hann um höllina, át mat úr eldhúsinu og þvoði einstaka sinnum skyrtu sína í þvottahúsinu. Var skyrtan það eina sem hann nokkurn tíma þreif.

Hann átti eftir að endurtaka heimsóknir sínar til hallarinnar og hóf starfsfólk hallarinnar að kalla hann ,,Boy Jones.”

Festist það viðurnefni við pilt.

Furðufuglinn Boy

Boy Jones var sérkennilegur piltur. Hann var einrænn og sýndi aldrei áhuga á samskiptum við nokkra manneskju, hvað þá konu. Það eina sem komst að hjá Boy var Viktoría drottning. Hann sýndi aldrei ógnvekjandi tilburði né virtist hann veikur á geði.

Hann var bara ,,skrítinn” eða ,,odd” eins og segir í samtímaheimildum.

Fjölmiðlar skemmtu sér vel og birtu ótal teikningar af því sem þeir gerður sér í hugarlund.

Honum er lýst sem með afbrigðum ófríðum, með afar lágt enni og afar stóran munn. Hann þreif sig aldrei og voru allar hans tennur rotnaðar og skíturinn hreinlega límdur við skrokkinn á honum.

Stórskemmtileg réttarhöld

Nokkrum dögum síðar var Boy dreginn fyrir dómara. Fjölmiðlar höfðu fengið veður af málinu og fylltu dómsalinn. Faðir drengsins var kallaður til vitnis og staðfesti hann að um son sinn, Edward Jones, væri að ræða en annar virtist fjölskylda hans hafa lítinn sem engan áhuga á pilti.

Boy var hinn rólegasti og kvaðst engu hafa stolið en fundið það sem á honum fannst á lóð hallarinnar. Hann reyndist orðheppinn, brosmildur og augljóslega greindur. Svo fór að hann var sýknaður af öllum ákærum. Í lok réttarhaldanna hafði Boy unnið yfir hjörtu allra viðstaddra og margir dáðust í raun að útsjónarsemi hans.

 Tók lögreglustjórinn meira að segja í höndina á pilti og óskaði honum til hamingju. Bað hann þó Boy að snúa af villu síns vegar og nýta hæfileika sína á annan og löglegri hátt.

Boy þakkað lögreglustjóranum fyrir með virktum og yfirgaf dómsal.

Drottningu brugðið

En Boy hafði engan hug á að láta drottningu í friði. Það eina sem komst að í huga Boy var nándin við þjóðhöfðingjann unga og glæsilega og tveimur árum síðar, í desember 1840, var hann aftur gripinn. Drottningin hafði þá nýlega eignast sitt fyrsta barn og fann ein fóstran Boy í felum undir sófa í herbergi við hlið svefnherbergis drottningar.

Viktoríu var nú virkilega brugðið eins og sjá má í dagbókarfærslum hennar. Aftur á móti hafði almenningur lúmskt gaman af strák.

Samtímateikning úr dagblaði.

Boy var aftur dregin fyrri dómara og bar nú fyrir sig geðveiki. Enginn tók mark á slíku þvaðri en slapp piltur með þriggja mánaða tughtúsvist.

En fljótlega eftir að setið af sér dóminn náðist Boy aftur á göngum Buckingham hallar og var nú dæmdur til þriggja mánaða þrælkunarvinnu.

Hvað nú?

Edward ,,BoyJones var yfirvöldum verulegur höfuðverkur. Hann hafði tæknilega séð ekki framið neina glæpi. Hann hafði aldrei brotist inn þar sem hann gekk inn um ólæstar dyr og lögum samkvæmt var aðeins unnt að dæma hann fyrir þá smáþjófnaði sem hann framdi í höllinni.

Var reynt að sannfæra Boy um að ganga í sjóherinn í þeirri von um að losna við hann. Jánkaði hann því en lét sig hverfa að nokkrum vikum liðnum.

Ekki leið á löngu þar til hann var enn og aftur gripinn í Buckingham höll. Alls játaði hann að hafa farið fjórum sinnum óboðinn í höllina en enginn veit í raun hversu oft eða lengi Boy dvaldi í Buckingham höll.

Það er áhugavert að hann gerði aldrei neina tilraun til að komast inn í aðrar hallir eða vistarverur drottningar. Hans staður var ávallt Buckingham höll.

Það þarf vart að taka fram að þegar þarna var komið var búið að stórauka öryggi hallar og drottningar.

Skipsveran

Yfirvöld voru komin með nóg og hreinlega rændu Boy Jones. Var hann settur um borð í skip á leið til Brasilíu og skipstjóra sagt að losa sig við Boy þegar til hafnar kæmi. Skipstjóri setti Boy í land í Brasilíu en ekki leið á löngu þar til hann poppaði aftur upp í Lundúnum, öllum að óvörum

Yfirvöld voru viti sínu fjær og settu Boy aftur um borð í skip, í þetta skiptið fangaskip, og sagt að þar yrði hann að dúsa. Voru gefin skýr fyrirmæli um að Edward ,,BoyJones mætti ekki undir neinum kringumstæðum yfirgefa skipið.

Átti hann eftir að dvelja um borð, án þess að hafa fast land undir fótum í heil sex ár, en var þá sleppt.

Boy var orðinn þreyttur á frægðinni og kallaði sig nú Thomas Jones. Hann hóf að drekka mikið og illa og stunda innbrot. Boy var illa haldinn alkóhólisti þegar hann var handtekinn fyrir eitt innbrotanna og sendur til fanganýlendunnar Ástralíu.

Ástralía

Enn og aftur tókst Boy að snúa aftur til Bretlands en bróðir hans talaði hann til og sagði Boy aldrei geta búið óáreittan í landinu sem hann þráði svo mjög að dvelja í. Sennilegast vegna drottningar, sem hann var með á heilanum til dauðadags.

Bæjarkallari á nítjándu öld. Mynd/Getty

Fyrir orð bróður síns sneri Boy með tregðu aftur til Ástralíu og varð bæjarkallari í Perth. Kallarar gegndu því starfi að ganga um götur og kalla upp fréttir og tíðindi úr bænum.

Edward ,,BoyJones lést þegar hann datt ofurölvi af brú og drukknaði. Hann var 69 ára gamall en enn þekktur sem ,,pilturinn í höllinni. Jafnvel suður í Ástralíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“