Goðsögnin Jerry Lee Lewis, sem var hvað frægur fyrir slagarann sinn Great Balls of Fire, er látinn 87 ára að aldri. Þetta hefur umboðsmaður hans staðfest.
Hann var vinsæll á gullöld rokksins en líf hans einkenndist líka af hneykslum og ofbeldi. Svo virtist um tíma sem að út væri um feril hans þegar hann giftist 22 ára gamall 13 ára frænku sinni, Myru Gale Brown.
Fjölmiðlafulltrúi Lewis segir í yfirlýsingu: „Hann var þarna í upphafinu, með Elvis, Johnny Cash, Chuck Berry, Little Richard, Carl Perkins, Fats Domino, Buddy Holly og honum og horfði á þá hverfa einn af öðrum þar til hann var einn eftir af þeim sem voru vitni að og sungu við fæðingu rokksins.“
Lewis lést á heimili sínu í Mississippi með sjöundu eiginkonu sinni, Judith, sér við hlið.
Margir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum í dag.
Elton John segir að hann væri ekki þar sem hann er í dag, ef ekki hefði verið fyrir Lewis.
Without Jerry Lee Lewis, I wouldn’t have become who I am today. He was groundbreaking and exciting, and he pulverized the piano. A brilliant singer too. Thank you for your trailblazing inspiration and all the rock ‘n’ roll memories. #RIP pic.twitter.com/HytKkIV5Qo
— Elton John (@eltonofficial) October 28, 2022
Stephen King segir að Lewis hafi svo sannarlega kunnað á píanó.
RIP Jerry Lee Lewis. The Killer has gone. He could play that piano, boy. Think I gotta play me some Lewis Boogie.
— Stephen King (@StephenKing) October 28, 2022
Ringo Starr sendir ást til fjölskyldu söngvarans heitna
God bless Jerry lee Lewis peace and love to all his family Ringo. 😎✌️🌟❤️🎵💕☮️ pic.twitter.com/5tG54Der07
— #RingoStarr (@ringostarrmusic) October 28, 2022
Ronnie Wood segir að Lewis hafi verið merkilegur maður.
R.I.P. JLL the KILLER-What a man🙏⚡️☀️ XX🎶🎶🎶☀️❤️@jerryleelewis #jerryleelewis pic.twitter.com/GrF9f5RC0E
— Ronnie Wood (@ronniewood) October 28, 2022
Dave Davies segir að sama hvað Lewis hafi gert í sínu einkalífi verði hann ávallt þekktur fyrir þau gífurlegu áhrif sem hann hafði á heim rokksins.
Jerry Lee Lewis – regardless of whatever he did in his private life he will always be known for his exceptional creative influence in the rock and roll world. https://t.co/Q4HtlVff3x
— Dave Davies (@davedavieskinks) October 28, 2022
Gene Simmons segir að einn af frumkvöðlum rokksins sé látinn
Sadly, One of the pioneers of rock ‘n’ roll has passed. A rebel to the end. RIP, Jerry Lee Lewis.….Jerry Lee Lewis, Influential and Condemned Rock & Roll Pioneer, Dead – Rolling Stone https://t.co/ooKDLm4skX
— Gene Simmons (@genesimmons) October 28, 2022