fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fókus

Matthew Perry setti allt á hliðina með ummælum um Keanu Reeves – Biðst nú afsökunar

Fókus
Fimmtudaginn 27. október 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Matthew Perry hefur undanfarið fengið yfir sig nokkra gagnrýni fyrir ósmekklegt skot á geðþekka leikarann Keanu Reeves. Skotið mátti finna í ævisögu hans en þar stendur, þar sem Perry er að rekja vinskap sinn við leikarann River Phoenix heitinn:

River var fallegur maður að innan og utan – of fallegur fyrir þennan heim, kom á daginn. Svo virðist sem að það séu alltaf virkilega hæfileikaríkur mennirnir sem hverfa. Hvers vegna eru það frumlegir menn á borð við River Phoenix og Heath Ledger sem deyja, en Keanu Reeves er enn á meðal vor?“

Perry hefur nú brugðist við gagnrýninni í yfirlýsingu sem hann sendi People. „Ég er í raun mikill aðdáandi Keanu. Ég valdi bara nafn af handahófi, það voru mín mistök og ég biðst afsökunar. Ég hefði átt að nota mitt eigið nafn í staðinn.“

Perry minnist aftur á Keanu á öðrum stað í bókinni þar sem hann skrifar. um andlát grínistans Chris Farley: „Sjúkdómur hans hafði stigmagnast hraðar en minn (Að auki glímdi ég við heilbrigðan ótta við orðið „heróín“, ótti sem við tveir deildum ekki) Ég barði gat í gegnum vegginn í búningsklefa Jennifer Aniston þegar ég frétti af andlátinu. Keanu Reeves er enn meðal vor.“

Þó nokkrir þekktir einstaklingar hafa tjáð sig um þessi ummæli.

Leikkonan Rachel Zegler segist persónulega himinlifandi yfir því að Keanu Reeves sé enn meðal vor.

Leikarinn Billy Baldwin segir að í heimi fullum af fólki eins og Matthew Perry ættu menn að reyna að vera Keanu Reeves.

Leikkonan Lynda Carter segir að Keanu sé eins og frosin kaka og því ómögulegt að líka illa við hann.

Rithöfundurinn Meena Harris vonar að Keanu verði meðal vor að eilífu.

Netverjar hafa einnig tekið þessum skotum Perrys illa.

Netverjum var ekki skemmt enda er Keanu einn dáðasti leikarinn í heimi, þá ekki endilega fyrir þær fjölmörgu vinsælu kvikmyndir sem hann hefur tekið þátt í heldur fyrir að vera þekktur fyrir góðmennsku, kurteisi, hógværð og tillitsemi.

Hann vakti til dæmis athygli fyrir nokkur þegar netverjar áttuðu sig á því að hann snertir ekki konur án þeirra samþykkis heldur stillir sér upp á myndum og lætur hendi sína upp að þeim, en aldrei á þær.

Sjá einnig:Aðdáendur tóku eftir óvenjulegri hegðun Keanu Reeves þegar hann stillir sér upp með konum – Hvers vegna gerir hann þetta?

Hann vakti einni athygli þegar sögur bárust af því að hann hafi gefið eftir sæti sitt í neðanjarðarlest svo kona með stóran poka gæti sest niður. Sú saga gengur einnig að hann hafi einu sinni keypt sér ís bara svo hann fengi kvittun, en honum vantaði pappír til að gefa ungum aðdáanda eiginhandaráritun. Hann hefur einnig gefið mikið fé til góðgerðarmála í leyni, án þess að gera úr því fjölmiðlamál. Hann er einnig þekktur fyrir að leggja það á sig að kynnast öllum sem vinna á kvikmyndatöku stöðum þar sem hann er og hjálpa jafnvel við frágang og uppsetningu til að létta álaginu af öðrum. Sögurnar sem um hann ganga eru fjölmargar og ekki rými til að gera grein fyrir þeim öllum hér.

Netverjar eru því sammála um að ef Matthew Perry var að reyna að vera fyndinn í bók sinni, hefði hann betur valið annað nafn en einn þann dáðasta leikara sem til er.

Sjá einnig: Keanu Reeves hylltur fyrir góðmennsku sína á Twitter og 10 ástæður sem sanna að Keanu Reeves er einn mesti snillingur heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kjóllinn sem hefur skipt netverjum í fylkingar – Er þetta óviðeigandi fyrir vinnuna?

Kjóllinn sem hefur skipt netverjum í fylkingar – Er þetta óviðeigandi fyrir vinnuna?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Regína átti læknatíma á 20 ára afmæli sonarins – Færði hann um dag viss um að fréttirnar yrðu slæmar

Regína átti læknatíma á 20 ára afmæli sonarins – Færði hann um dag viss um að fréttirnar yrðu slæmar