fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fókus

„Ég var nýkomin úr sturtu, þá allt í einu var ég komin með hníf upp að hálsinum mínum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. október 2022 09:56

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Gerður Davíðsdóttir steig fyrst fram á Facebook í nóvember í fyrra og lýsti hrottalegu ofbeldi af hálfu fyrrverandi kærasta og barnsföður. Hún sagði hann hafi beitt hana líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi um fjögurra ára skeið.

Hún er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Hún sagði að ástæðan fyrir því að hún væri að segja sögu sína væri tvíþætt. „Ég ætla að skila skömminni og styrkja sjálfa mig“ og „það var ótrúlega erfitt að sjá hann koma nýlega fram í viðtali, ég titraði bara og mér var óglatt.”

Ólafía lýsir einu atviki í þættinum.“

„Ég er nýkomin úr sturtu, þá allt í einu er ég komin með hníf upp að hálsinum mínum. Það var alltaf það sama sem hann sagði; ef þú heldur framhjá mér að þá fer þessi hnífur í gegnum hálsinn á þér,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið mjög hrædd við barnsföður sinn og ekki þorað að segja lögreglunni frá ofbeldinu sem hún mátti þola á heimilinu.

„Ég henti efnunum hans niður í klósettið og þá tók hann hníf og hótaði að drepa sig. Ég náði að sannfæra hann um að fara niður á lögreglustöð og þegar ég var búin að skutla honum að þá var ég stoppuð af löggunni,” segir Ólafía. Kvöldið áður segir hún barnsföður hennar hafa kýlt hana í andlitið þannig hún fékk glóðarauga.

„Þegar löggan spyr mig hvað hefði komið fyrir að þá sagði ég að barnið mitt hafi skallað mig, það vildi svo heppilega til að barnið var einmitt með kúlu á hausnum,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið logandi hrædd þó hann hafi ekki verið nálægt.

Kærði fyrir ofbeldi og stafrænt kynferðisofbeldi

Ólafía Gerður kærði barnsföður sinn fyrir heimilisofbeldi sem var síðan fellt niður. Hún kærði hann einnig fyrir að dreifa nektarmyndum af henni án hennar vitundar.

„Ég held að fólk sem hefur ekki gengið í gegnum svona mun aldrei skilja það alveg af hverju maður bara fór ekki. Hann bara tróð inn í hausinn á mér í heil fjögur ár að það myndi enginn annar elska mig, myndi enginn annar vilja mig, ég ætti bara ekkert gott skilið,“ segir hún.

Í viðtalinu segist Ólafía hafa leitað til Stígamóta og að henni hafi gengið vel að vinna úr áföllunum. Hún segir þetta vera eilífðarverkefni og að það hafi verið stórt og mikilvægt skref fyrir hana að skila skömminni.

Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau giftu sig árið 2024

Þau giftu sig árið 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“